fbpx

TYRKISK PEBER- OG SÚKKULAÐI SMÁKÖKUR: MYNDBAND

EFTIRRÉTTIR & KÖKURSAMSTARFUPPSKRIFTAMYNDBÖNDUPPSKRIFTIR

Mmm… þessar eru algjört nammi! Smákökur með Tyrkisk peber, hvítu- og dökku súkkulaði sem ég útbjó í samstarfi við Innnes. Stökkar kökur sem gefa ekkert eftir. Að setja Tyrkisk peber í smákökur er ,,game changer’’ og ég mæli sannarlega með að þið prófið þessar.

Uppskrift gerir 26 smákökur
100 g púðursykur
 50 g smjörvið stofuhita
 1 egg
 150 g dökkt súkkulaði
 1 tsk vanilludropar
 100 g hveiti
 1 tsk lyftiduft
 50 g möndlumjöl
 100 g hvítt súkkulaðismátt saxað
 1 dl Tyrkisk Peber
Aðferð
  1. Bræðið helminginn af dökka súkkulaðinu yfir vatnsbaði og saxið hinn helminginn í litla bita.
  2. Hrærið saman smjör og púðursykur.
  3. Blandið egginu við og hrærið þar til blandan verður létt og ljós.
  4. Bætið útí súkkulaðibráðinu og vanilludropum og hrærið saman.
  5. Sigtið hveiti og lyftiduft út í blönduna og hrærið.
  6. Brjótið Tyrkisk Peber brjóstsykurinn í litla bita með því að merja hann.
  7. Blandið saxaða dökka súkkulaðinu, hvíta súkkulaðinu, Tyrkisk Peber og möndlumjöli saman við.
  8. Kælið deigið í 30-60 mínútur.
  9. Notið teskeið til þess að gera litlar kúlur úr deiginu og setjið á bökunarplötu þakta smjörpappír. Þær stækka vel þannig að hafið gott bil á milli þeirra.
  10. Bakið við 180°C í 10-12 mínútur og njótið.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & GLEÐILEGAN BAKSTUR!♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

DÁSAMLEGT JÓLAHLAÐBORÐ HEIMA & GJAFALEIKUR

Skrifa Innlegg