Mmm… þessar eru algjört nammi! Smákökur með Tyrkisk peber, hvítu- og dökku súkkulaði sem ég útbjó í samstarfi við Innnes. Stökkar kökur sem gefa ekkert eftir. Að setja Tyrkisk peber í smákökur er ,,game changer’’ og ég mæli sannarlega með að þið prófið þessar.
Uppskrift gerir 26 smákökur
100 g púðursykur
50 g smjörvið stofuhita
1 egg
150 g dökkt súkkulaði
1 tsk vanilludropar
100 g hveiti
1 tsk lyftiduft
50 g möndlumjöl
100 g hvítt súkkulaðismátt saxað
1 dl Tyrkisk Peber
Aðferð
- Bræðið helminginn af dökka súkkulaðinu yfir vatnsbaði og saxið hinn helminginn í litla bita.
- Hrærið saman smjör og púðursykur.
- Blandið egginu við og hrærið þar til blandan verður létt og ljós.
- Bætið útí súkkulaðibráðinu og vanilludropum og hrærið saman.
- Sigtið hveiti og lyftiduft út í blönduna og hrærið.
- Brjótið Tyrkisk Peber brjóstsykurinn í litla bita með því að merja hann.
- Blandið saxaða dökka súkkulaðinu, hvíta súkkulaðinu, Tyrkisk Peber og möndlumjöli saman við.
- Kælið deigið í 30-60 mínútur.
- Notið teskeið til þess að gera litlar kúlur úr deiginu og setjið á bökunarplötu þakta smjörpappír. Þær stækka vel þannig að hafið gott bil á milli þeirra.
- Bakið við 180°C í 10-12 mínútur og njótið.
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & GLEÐILEGAN BAKSTUR!♥
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg