fbpx

TIKKA MASALA VEFJUR

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Ég gerði þessar afar ljúffengu og fljótlegu vefjur í samstarfi við Innnes. Ég nota þrjár vörur frá Pataks í réttinn. Ég hef notað þessar vörur í matargerð lengi og elska að grípa í þær ef mig langar í eitthvað einfalt og gott með indversku ívafi. Sósurnar eru dásamlega ljúffengar og hægt að nota þær í ýmsa mismunandi rétti. Hér kemur uppskrift að vefjum með osti og kjúklingi í Tikka masala sósu bornar fram með sætkartöflufrönskum, mango chutney sósu og fersku salati. Ótrúlega gott og allir á heimilinu elska þetta. Mæli með!

4 kjúklingabringur (líka gott að nota grænmeti t.d. blómkál og brokkólí)
1 krukka Tikka masala sósa frá Pataks
Ólífuolía
Salt & pipar
Rifinn mozzarella ostur
Philadelphia rjómaostur
Missioni tortillur með grillrönd

Sætkartöflufranskar
1 sæt kartafla
1-2 msk Madras paste frá Pataks
2 msk ólífuolía

Mangó chutney sósa
1 dl sýrður rjómi
1 dl Heinz majónes
3-4 msk Mango chutney frá Pataks
1 msk safi úr sítrónu
Salt & pipar

Ferskt salat
1 dl agúrka
1 dl rauðlaukur
Spínat eftir smekk
Salatdressing (má sleppa, en mæli samt með!)
1 msk ólífuolía
1 msk safi úr ferskri sítrónu
Salt & pipar
Garam masala krydd
1 msk ferskur kóríander, smátt skorinn

Aðferð

  1. Skerið kjúklinginn í litla bita. Steikið hann upp úr ólífuolíu og saltið og piprið. Blandið Tikka masala sósunni saman við kjúklinginn og hrærið.
  2. Smyrjið tortillurnar með rjómaosti, stráið mozzarella osti yfir og dreifið kjúklingnum ofan á. Gott að dreifa öllu á annan endann á tortillunni, brjóta hana saman eins og umslag og rúlla henni upp.
  3. Raðið vefjunum í eldfast form og penslið þær með ólífuolíu. Bakið í ofni í 10 mínútur við 190°C á blæstri.
  4. Skerið tortillurnar í tvennt og berið fram með salatinu, sósunni og sætkartöflufrönskunum.

Sætkartöflufranskar

  1. Skerið kartöfluna í strimla. Veltið þeim uppúr Madras paste, salti, pipar og ólífuolíu.
  2. Bakið í elföstu móti í 30-40 mínútur við 190°C. Mæli með að hræra aðeins í á meðan þetta bakast. Mango chutney sósan passar svo sérlega vel með frönskunum.

Ferskt salat

  1. Skerið gúrku, rauðlauk og spínat smátt. Blandið öllu saman í skál. 
  2. Hrærið saman ólífuolíu, safa úr sítrónu, kryddi og ferskum kóríander og blandið saman við salatið.

Mangó chutney sósa

  1. Blandið öllu hráefninu saman með skeið.

NJÓTIÐ HELGARINNAR & VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU! :)

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

DRAUMA OREO ÍS

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Karen

    3. September 2020

    Ég prófaði þessar og þær voru æði! Kóreander með er must :)

    • Hildur Rut

      30. September 2020

      Geggjað að heyra! Takk :) Já sammála þér, kóríander er must :)