fbpx

TÍGRISRÆKJUSALAT MEÐ MANGÓ & SPÆSÍ MAJÓ

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTAMYNDBÖNDUPPSKRIFTIR

Hér kemur uppskriftamyndband af girnilegu, fersku og góðu tígrisækjusalati með avókadó, kokteiltómötum, mangó, nachos flögum, kóríander og spæsí mæjó sem ég gerði í samstarfi við Innnes. Mér finnst þetta salat svo létt og sumarlegt og á því vel við þessa dagana. Tígrisrækjur eru í miklu uppáhaldi hjá mér og passa sérlega vel með mangó og avókadó. Mæli mikið með að þið prófið þetta!

300 g Sælkerafiskur tígrisrækjur (1 pakkning)
2 msk Caj P kryddlögur
1-2 hvítlauksrif, pressuð
Salt og pipar
Salatblanda eftir smekk
1-2 avókadó
10 kokteiltómatar
1 mangó
Mission Nachos flögur eftir smekk
Ferskt kóríander eftir smekk
Filippo Berio ólífuolía

Spæsí mæjó
3 msk Heinz majónes
3 msk sýrður rjómi
Salt og pipar
Safi úr ½ sítrónu eða límónu
2 msk Tabasco Sriracha sósa

Aðferð

  1. Blandið rækjunum saman við Caj P kryddlögin, pressuð hvítlauksrifin, salt og pipar.
  2. Steikið rækjurnar upp úr ólífuolíu þar til þær verða bleikar og eldaðar í gegn, það tekur nokkrar mínútur.
  3. Skerið avókadó, kokteiltómata og mangó í smáa bita.
  4. Útbúið sósuna, hrærið öllum hráefnunum saman í skál.
  5. Setjið salatblönduna í botninn á skál og bætið því næst avókadó, kokteiltómötum og mangó saman við.
  6. Myljið nachosflögur og stráið yfir. Dreifið að lokum rækjunum, sósunni og kóríander yfir.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ DAGSINS!♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

DÁSAMLEGUR BRUSCHETTA BAKKI

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Tinna

    10. May 2021

    Hvað væri hægt að nota í staðinn fyrir sýrðan rjóma fyrir þá sem þola ekki mjólkurvörur ??

    • Hildur Rut

      11. May 2021

      Það er örugglega bara gott að sleppa sýrðum rjóma eða nota sýrðan hafrarjóma frá t.d. Oatly (sem er vegan) :)

  2. Anna Bergmann

    10. May 2021

    Namm! Þetta verð ég að smakka 😍

    • Hildur Rut

      11. May 2021

      Takk elsku <3 Ooo já, þetta er svo gott! :)