Stökkt taquitos með mjúkri kjúklinga- og ostafyllingu borið fram með guacamole og kóríander sósu. Nammii, þetta er alltof gott! Ég gerði uppskriftina í samstarfi við Innnes og hún er alveg dásamlega ljúffeng! Ég notaði nýjar litlar tortillur frá Mission og þær eru virkilega góðar og henta fullkomlega í þennan rétt. Þær fást í stærri Krónuverslunum og Fjarðarkaup. Ef að þið viljið gera uppskriftina ennþá fljótlegri þá er sniðugt að kaupa tilbúna kryddblöndu í staðinn fyrir kryddin á kjúklinginn og skipta kóríander sósunni út fyrir sýrðan rjóma. Við vorum tvö að borða þetta og 10 taquitos kláruðust mjög fljótt. Mæli mikið með!
Uppskrift fyrir 4-5
500-600 g úrbeinuð kjúklingalæri
½ tsk cumin
½ tsk salt
½ tsk hvítlauksduft
½ tsk laukduft
½ tsk paprikuduft
¼ tsk pipar
¼ tsk cayenne pipar
2 msk Caj P. kryddlögur
½ dl bjór, ég notaði Corona
⅔ hreinn Philadelphia rjómaostur
3 msk salsasósa frá Mission
2 msk sýrður rjómi
1 dl rifinn cheddar ostur
2 pkn litlar tortillur frá Mission (Street taco)
Ólífuolía til steikingar
Guacamole
2 avókadó
2 tómatar
2 msk rauðlaukur
Safi úr ½ lime
Cayenne pipar
Salt & pipar
Kóríander sósa
2 msk sýrður rjómi
2 msk Heinz majónes
Safi úr ½ lime
2-3 msk ferskur kóríander, smátt skorinn
Salt & pipar
Aðferð
- Byrjið á því að blanda kjúklingnum saman við kryddlöginn, bjórinn og kryddið. Hrærið öllu vel saman og bakið í ofni við 200°C í 30 mínútur.
- Blandið saman í sósuna og guacamole á meðan kjúklingurinn bakast.
- Rífið kjúklinginn smátt, ég notaði tvo gaffla í verkið.
- Blandið rjómaosti, salsasósu, sýrðum rjóma og cheddar osti saman við kjúklinginn.
- Dreifið 2-3 msk af kjúklingablöndunni á tortillurnar og rúllið þeim upp.
- Hellið ólífuolíu í pönnu þannig að hún þekur vel botninn á pönnunni og hitið vel.
- Steikið tortillurnar þar til þær verða stökkar og gylltar. Tekur mjög stutta stund.
- Berið fram með guacamole og kóríander sósu og njótið vel.
Guacamole
- Blandið saman avókadó, safa úr lime og kryddi með töfrasprota, matvinnsluvél eða stappið.
- Smátt skerið tómata og rauðlauk og blandið saman við avókadóið í skál.
Kóríander sósa
- Hrærið öllum hráefnunum saman í skál.
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU! :)
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg