fbpx

TAQUITOS MEÐ KJÚKLINGI & GUACAMOLE

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Stökkt taquitos með mjúkri kjúklinga- og ostafyllingu borið fram með guacamole og kóríander sósu. Nammii, þetta er alltof gott! Ég gerði uppskriftina í samstarfi við Innnes og hún er alveg dásamlega ljúffeng! Ég notaði nýjar litlar tortillur frá Mission og þær eru virkilega góðar og henta fullkomlega í þennan rétt. Þær fást í stærri Krónuverslunum og Fjarðarkaup. Ef að þið viljið gera uppskriftina ennþá fljótlegri þá er sniðugt að kaupa tilbúna kryddblöndu í staðinn fyrir kryddin á kjúklinginn og skipta kóríander sósunni út fyrir sýrðan rjóma. Við vorum tvö að borða þetta og 10 taquitos kláruðust mjög fljótt. Mæli mikið með!

Uppskrift fyrir 4-5
500-600 g úrbeinuð kjúklingalæri
½ tsk cumin
½ tsk salt
½ tsk hvítlauksduft
½ tsk laukduft
½ tsk paprikuduft
¼ tsk pipar
¼ tsk cayenne pipar
2 msk Caj P. kryddlögur
½ dl bjór, ég notaði Corona
⅔ hreinn Philadelphia rjómaostur
3 msk salsasósa frá Mission
2 msk sýrður rjómi
1 dl rifinn cheddar ostur
2 pkn litlar tortillur frá Mission (Street taco)
Ólífuolía til steikingar

Guacamole
2 avókadó
2 tómatar
2 msk rauðlaukur
Safi úr ½ lime
Cayenne pipar
Salt & pipar

Kóríander sósa
2 msk sýrður rjómi
2 msk Heinz majónes
Safi úr ½ lime
2-3 msk ferskur kóríander, smátt skorinn
Salt & pipar

Aðferð

  1. Byrjið á því að blanda kjúklingnum saman við kryddlöginn, bjórinn og kryddið. Hrærið öllu vel saman og bakið í ofni við 200°C í 30 mínútur.
  2. Blandið saman í sósuna og guacamole á meðan kjúklingurinn bakast.
  3. Rífið kjúklinginn smátt, ég notaði tvo gaffla í verkið.
  4. Blandið rjómaosti, salsasósu, sýrðum rjóma og cheddar osti saman við kjúklinginn.
  5. Dreifið 2-3 msk af kjúklingablöndunni á tortillurnar og rúllið þeim upp.
  6. Hellið ólífuolíu í pönnu þannig að hún þekur vel botninn á pönnunni og hitið vel.
  7. Steikið tortillurnar þar til þær verða stökkar og gylltar. Tekur mjög stutta stund.
  8. Berið fram með guacamole og kóríander sósu og njótið vel.

Guacamole

  1. Blandið saman avókadó, safa úr lime og kryddi með töfrasprota, matvinnsluvél eða stappið. 
  2. Smátt skerið tómata og rauðlauk og blandið saman við avókadóið í skál.

Kóríander sósa

  1. Hrærið öllum hráefnunum saman í skál.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU! :)

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

BÓNDADAGS KOKTEILL: WHISKEY SOUR

Skrifa Innlegg