fbpx

TAGLIATELLE BOLOGNESE MEÐ BURRATA

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Klassískt bolognese er alltaf gott og líklegt er að flestir lumi á góðri uppskrift. En mig langar engu að síður að deila minni útgáfu sem klikkar ekki. Ég set þetta klassíska í réttinn, nautahakk, lauk, gulrætur, sellerí og hvítlauk ásamt ljúffengri sósu frá Heinz með tómötum og chili. Leyfi þessu að sjálfsögðu að malla vel og lengi. Toppa svo réttinn með burrata osti, basilíku og parmesan sem gerir réttinn svo góðan. Mæli með að þið prófið þetta.

De Cecco tagliatelle eftir smekk
1 laukur
2-3 gulrætur
1-2 sellerí
4-5 hvítlauksrif
Ólífuolía
500 g nautahakk
1 krukka Heinz sósa með tómötum og chili
1 msk tómatpúrra
1-2 msk fersk steinselja, smátt skorin
Salt og pipar
1 msk nautakraftur
1/2 dl vatn (eða magn eftir smekk)

Toppa með:
Rifinn parmesan ostur
1-2 burrata ostur
Fersk basilíka

Aðferð

  1. Smátt skerið lauk, gulrætur og sellerí. Steikið upp úr vægum hita í pott eða á pönnu. Bætið krömdum eða pressuðum hvítlauk saman við þegar laukurinn er aðeins búinn að mýkjast.
  2. Bætið nautahakkinu saman við og steikið þar til það er orðið eldað.
  3. Hellið sósunni út í ásamt tómatpúrru, steinselju, salti, pipar, nautakrafti og vatni.
  4. Blandið vel saman og leyfið þessu að malla í dágóða stund. Ég læt þetta malla í um klukkustund eða lengur. Því lengur því betra.
  5. Sjóðið tagliatelle eftir leiðbeiningum á pakkningu.
  6. Blandið tagliatelle út í nautahakkið eða berið fram í sitthvoru lagi þannig að hver og einn getur skammtað sér.
  7. Toppið svo réttinn með rifnum parmesan osti, burrata og ferskri basilíku.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

FERSK HABANERO SALSA ÍDÝFA

Skrifa Innlegg