fbpx

TACOS MEÐ MADRAS KJÚKLINGI: MYNDBAND

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTAMYNDBÖNDUPPSKRIFTIR

Ég er náttúrulega með tacos æði og elska að útbúa allskonar útgáfur af því. Hér kemur uppskriftamyndband af tacos með indversku ívafi sem ég gerði í samstarfi við Innnes. Ég baka street tacos tortillur með hvítlaukssmjöri þannig að þær fá sérstaklega gott bragð. Ég fylli þær svo með madras kjúklingi, salati, gúrku, rauðlauk og mangó chutney sósu. Þessi réttur gjörsamlega leikur við bragðlaukana.

Miðað er við þrjár tacos tortillur á mann
Mission street tacos tortillur
3 Rose Poultry kjúklingabringur, smátt skornar
Filippo berio ólífuolía til steikingar
Salt og pipar
1 krukka Pataks Madras sósa
½ gúrka
¼-½ rauðlaukur
1-2 hvítlauksrif, pressuð
25 g smjör
1 msk ferskt kóríander, smátt skorið
Klettasalat eða salatblanda
1 dós hreint jógúrt
3 msk Pataks Mango chutney
Ferskt kóríander

 Aðferð

  1. Steikið smátt skorinn kjúklinginn upp úr ólífuolíu og kryddið með salti og pipar eftir smekk.
  2. Blandið Madras sósunni saman við og hrærið.
  3. Skerið gúrku og rauðlauk smátt og blandið saman í skál.
  4. Hrærið jógúrti og mangó chutney saman í skál.
  5. Bræðið smjör við vægan hita og setjið hvítlauksrif, kóríander, salt og pipar saman við.
  6. Penslið báðar hliðarnar á taco tortillunum með smjörblöndunni. Leggið þær á bökunaplötuþakta bökunarpappír og bakið í ofni í 5-7 mínútur við 190°C.
  7. Setjið að lokum salat, kjúkling, gúrku, rauðlauk og Mango chutney sósu í tortillurnar. Stráiðkóríander yfir eftir smekk.

 

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & GÓÐA HELGI!♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

GÓMSÆTAR SMÁKÖKUR MEÐ HVÍTU - & LJÓSU SÚKKULAÐI

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Fanney

    28. September 2022

    Bauð fjölskyldunni í mat og þetta var allt klárað upp til agna. Allir ótrúlega sáttir og saddir. Á pottþétt eftir að gera þennan rétt aftur og mamma mín fékk uppskriftina. Takk fyrir okkur

    • Hildur Rut

      17. October 2022

      Vá frábært að lesa <3 Verði ykkur að góðu og takk fyrir að senda á mig :)