Dásamlegt rækjusalat sem er aðeins öðruvísi en þetta klassíska. Það inniheldur risarækjur, egg, Heinz majónes, steinselju, salt og pipar. Það er skemmtileg tilbreyting að nota risarækjur en þær eru skornar smátt sem gerir áferðina svo góða. Mæli með að bera þetta fram á ristuðu súrdeigsbrauði eða öðru góðu brauði með avókadó og sítrónusafa.
Uppskriftina gerði ég í samstarfi við Innnes.
350 g frosnar risarækjur
Ólífuolía
5 soðin egg
1/2 – 1 dl Heinz majónes (eða eftir smekk)
Chili flögur, salt og pipar
1 msk fersk steinselja
Gott brauð (t.d. súrdeigsbrauð)
Avókadó
Sítrónusneiðar
Steinselja
Aðferð
- Byrjið á því að afþýða risarækjurnar.
- Dreifið þeim á ofnplötu þakta bökunarpappír og hellið ólífuolíu, chili flögum, salti og pipar eftir smekk.
- Bakið inní ofni við 180°C í 5-6 mínútur eða þar til rækjurnar eru eldaðar í gegn.
- Setjið egg, risarækjur, majónes, salt, pipar og steinselju á skurðarbretti og skerið smátt. Bætið við majónesi eftir smekk.
- Berið fram á góðu brauði með avókadó, sítrónusneiðum og skreytið með steinselju. Njótið.
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg