fbpx

PIZZA MEÐ BUFFALO KJÚKLINGI & RJÓMAOSTI

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Í samstarfi við Innnes ætla ég að deila með ykkur uppskrift að gríðarlega gómsætri og djúsí pizzu með buffalo kjúklingi og gráðostasósu. Ég hef nokkrum sinnum útbúið þessa og nú er komið að því að deila henni með ykkur. Lykilatriðið er að nota Philadelphia rjómaost í staðinn fyrir pizzasósu en það gerir pizzuna einstaklegs bragðgóða og djúsí. Ég læt uppskrift að góðu pizzadeigi fylgja með en ef að þið viljið hafa hana extra fljótlega þá er bara næs að kaupa tilbúna deig kúlu í næstu verslun. Ferskt salat og ískaldur bjór fer afar vel með þessari pizzu. Hvernig væri að skella í þessa á næsta pizza kvöldi? Namminamm!

Uppskrift gerir 12 tommu pizzu

Pizzadeig (2-3 pizzabotnar)
12 g þurrger (ein pakkning)
1 1/2 dl ylvolgt vatn
1 msk hunang
2 msk ólífuolía
1 tsk salt
6-7 dl fínmalað spelt

100 g kjúklingur (gott að kaupa tilbúnar skornar kjúklingabringur)
1 dl Buffalo sósa
3-4 msk Philadelphia rjómaostur
2-3 dl rifinn mozzarella ostur
Rauðlaukur, skorinn í strimla eftir smekk
Steinselja
Ferskt salat

Gráðostasósuna
1/2 dl gráðostur
2 dl majónes
1 dl sýrður rjómi
Salt og pipar
1 msk safi úr sítróna

 

Aðferð:

  1. Blandið saman þurrgeri, ylvolgu vatni og hunangi í skál. Leyfið að standa í 10 mínútur eða þar til blandan er byrjuð að freyða vel.
  2. Bætið við ólífuolíu, salti og helmingnum af speltinu, Hærið saman og ég mæli með að nota hrærivél í verkið.
  3. Bætið restinni af speltinu saman við og hnoðið vel saman. Enn og aftur mæli ég með að nota hrærivélina til að hnoða deiginu í 5-7 mínútur en annars er líka hægt að nota hendurnar.
  4. Olíuberið rúmgóða skál, setjið deigið ofan í og leggið viskustykki yfir. Leyfið að hefast í klst eða meira.
  5. Setjið öll hráefnin í sósuna saman í töfrasprota og blandið vel saman. Einnig hægt að stappa gráðostinn og hræra saman við hin hráefnin.
  6. Blandið kjúklingnum og buffalo sósunni saman í skál.
  7. Fletjið út deigið og smyrjið ríkulega með Philadelphia rjómaostinum.
  8. Stráið mozzarella ostinum yfir og dreifið kjúklingunum og rauðlauknum yfir allt saman.
  9. Bakið í ofni við 220°C á blæsti í 12-15 mínútur.
  10. Stráið saxaðri steinselju yfir pizzuna og dreifið sósunni yfir. Njótið.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ VEL! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

HELGARFERÐ TIL BERLÍNAR

Skrifa Innlegg