Hér kemur uppskrift að ó svo ljúffengri pítu sem ég gerði í samstarfi við Hatting. Tilvalinn sem fljótlegur réttur á virkum degi! Það er mjög þægilegt að eiga frosið pítubrauð frá Hatting í frystinum. Ég gríp það oft í hversdagsleikanum þegar það er mikið að gera og mig langar að gera eitthvað fljótlegt og gott.
Uppskrift fyrir 1
Pítubrauð frá Hatting
Smá rauðkál, skorið í þunnar ræmur
Smá hvítkál, skorið í þunnar ræmur
1-2 dl rifinn kjúklingur eða oumph
1/2 avocado, smátt skorið
Tómatar, smátt skornir
Rauðlaukur, smátt skorinn
Fetakubbur, stappaður
Toppað með radísuspírum
Sósa
3 msk majónes
2 msk sýrður rjómi
2 msk kóríander, smátt skorinn
2 tsk safi úr lime
2 msk jalapeno úr krukku, smátt skorinn (má sleppa)
Salt og pipar
Aðferð:
- Hitið pítubrauðið í ofni eða einfaldlega setjið í brauðristina.
- Hrærið kálinu, kjúklingnum, avocado-inu, tómötunum, rauðlauknum, fetaostinum og sósunni saman í skál.
- Skerið gat á pítubrauðið og fyllið með blöndunni. Einfaldara gerist það ekki.
Og munið að mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!
// HILDUR RUT
Skrifa Innlegg