Hvernig væri að útbúa fallegan bakka um páskana með berjum, ostum, pönnukökum og fleira gómsætu? Bera það fram með ísköldu Cava og njóta í botn í fríinu. Fullkomið í páskabrönsinn, hittingana eða jafnvel sem forréttur. Það er auðvitað svo margt sem hægt er að nota á svona bakka en hér kemur mín hugmynd sem bragðaðist dásamlega. Punkturinn yfir i-ið eru litlu jarðarberjapönnukökurnar. Mæli með að bera þær fram með hlynsírópi sem hægt er að dýfa þeim í.
Uppskriftina gerði ég í samstarfi við Driscolls/Innnes.
1/2 pkn jarðarber frá Driscolls eða eftir smekk
1/4 fata blárber frá Driscolls eða eftir smekk
1 pkn hindber frá Driscolls
1 pkn brómber frá Driscolls
1 1/2 brie
1/2 súrdeigs bruschetta
Jarðarberjapönnukökur (uppskrift að neðan)
Havarti ostur með jalapeno
Ítalskt salami
Drekaávöxtur
Ástaraldin
Chili sulta
Hlynsíróp
Aðferð
- Byrjið að útbúa pönnukökurnar (uppskrift að neðan).
- Skerið baguette í sneiðar. Dreifið á bökunarplötu þakta bökunarpappír og hellið smá ólífuolíu yfir, salti og pipar. Bakið í ofni við 190°C í 7-10 mínútur eða þar til þær eru orðnar stökkar.
- Hellið hlynsírópi í litla skál og setjið chili sultu í aðra litla skál.
- Skerið út kanínu úr brie ostinum og notið kökuform sem þið eigið til að skera út skemmtilegt form úr havarti ostinum.
- Útbúið rós úr salami. Sjá aðferð hér.
- Raðið öllu saman á bakka og njótið vel.
Litlar jarðarberjapönnukökur
Ljúffengar litlar pönnukökur fylltar með jarðaberjum.
3 dl spelt
1 msk kókospálmasykur (eða önnur sæta, t.d. hunang)
1 tsk vínsteinslyftiduft
1/2 tsk salt
1 tsk vanilludropar
1 egg
2 msk ólífuolía
2 msk grísk jógúrt
2 1/2 dl mjólk
Jarðarber frá Driscolls eftir smekk
Aðferð
- Hrærið þurrefnunum saman. Hrærið því næst restinni saman við.
- Skerið jarðarber í sneiðar.
- Þekjið hverja jarðarberjasneið með pönnukökudeiginu.
- Steikið við vægan hita á pönnu. Berið fram með hlynsírópi og njótið.
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & GLEÐILEGA PÁSKA! ♥
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg