fbpx

OFURGOTT TACO MEÐ ANDACONFIT

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Ég segi það aldrei nógu oft en ég elska tacos og hér kemur uppskrift að taco með andaconfit sem ég gerði í samstarfi við Innnes. Þetta er í fyrsta skipti sem ég útbý slíkt taco og halelúja hvað það bragðast vel! Mission tortillur fylltar með rauðkálshrásalati með smá appelsínu twisti, granatepla salsa og fetaosti eru jólalegar og bragðgóðar og einfaldar að útbúa. Passar virkilega vel með ísköldum Corona bjór og mun slá gegn í matarboðunum á aðventunni.

Fyrir tvo-þrjá (mæli með þremur taco á mann)
2 andaconfit frá Valette
6-8 Street tacos frá Mission
Ólífuolía til steikingar

Rauðkálshrásalat
5 dl rauðkál, smátt skorið
1 dl majónes frá Heinz
1dl sýrður rjómi
3 msk safi úr appelsínu
4-6 jalapeno sneiðar úr krukku

Granatepla salsa
1 dl fræ úr granatepli
2-3 msk rauðlaukur, smátt skorinn
1 tómatur
Ferskt kóríander eftir smekk
2 msk safi úr appelsínu

Toppa með fetaosti

 

Aðferð

  1. Bakið andaconfit eftir leiðbeiningum á dós og rífið það með tveimur göfflum.
  2. Skerið rauðkálið smátt.
  3. Blandið saman í skál majónesi, sýrðum rjóma, safa úr appelsínu og smátt skornu jalapeno eða blandið saman með töfrasprota. 
  4. Hrærið blöndunni saman við rauðkálið.
  5. Smátt skerið rauðlauk, tómat og kóríander og blandið saman ásamt fræjum úr granatepli og safa úr appelsínu.
  6. Steikið litlu tortillurnar upp úr ólífuolíu þar til þær verða stökkar en passið samt að þær brenni ekki.
  7. Raðið svo hrásalati, önd, granatepla salsa og smá fetaosti á tortillu og njótið vel.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ!♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

LJÚFFENGAR ANDABRINGUR OG MEÐLÆTI

Skrifa Innlegg