fbpx

LJÚFFENGT ANDASALAT

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Gott og einfalt andasalat sem ég gerði í samstarfi við Krónuna þar sem öll hráefnin í uppskriftinni fást. Salatið inniheldur m.a. andalæri, granatepli, fetaost, edamame baunir og  wasapi hnetur og sló algjörlega í gegn. Þessi samsetning var alveg ótrúlega góð. Ég hef lengi ætlað að útbúa svona andasalat og loksins varð að því og verður 100% gert aftur. Andalæri í dós eða duck confit er í miklu uppáhaldi. Tekur enga stund að útbúa og passar vel í salatið en einnig gott að bera andalærin fram með góðum kartöflum, sósu og meðlæti. Mæli með að prófa um páskana. Þið getið verslað allt í uppskriftina með einu handtaki hér í snjallverslun Krónunnar.

Fyrir fjóra
1 dós Rougié confit de canard
Salatblanda frá Hollt og gott (með klettasalati, baby leaf ofl.)
4 dl edamame baunir frá Gestus, frosnar
Salt og pipar
4 smágúrkur
4-6 vorlaukar
1 granatepli
2 dl salatostur (fetaostur)
2 dl wasabi hnetur
Kóríander eftir smekk

Sósa:
100 ml hoisin sósa frá Blue dragon
4 msk sesamolía frá Blue dragon
4 msk ólífuolía

Aðferð

  1. Bakið andaconfit eftir leiðbeiningum á dós og rífið það með tveimur göfflum. Mjög gott að láta dósina liggja í heitu vatni áður en þið takið andalærin úr henni.
  2. Steikið edamame baunir og kryddið með salti og pipar.
  3. Skerið gúrkur og vorlauk smátt.
  4. Skerið fræin úr granateplinu og skolið.
  5. Smátt skerið eða stappið salatostinn og saxið wasabi hnetur.
  6. Blandið hráefnunum í sósuna saman í skál.
  7. Dreifið salatblöndu í botninn á stórri skál eða á diska. Því næst dreifið þið edamame baunum, gúrku, andaconfit, vorlauk, fræjum úr granateplum, salatosti, wasabi hnetum og kóríander. Að lokum dreifið þið sósunni yfir eftir smekk og berið salatið fram með restinni af henni. Njótið vel.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ VEL! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

 

FISKUR MEÐ HARISSA, PEKANHNETUM & MÖNDLUM

Skrifa Innlegg