fbpx

Hildur Rut

LJÚFFENGIR HAUSTDRYKKIR

SAMSTARF

Hæ kæru lesendur! Í samstarfi við Pennann Eymundsson langar mig að deila með ykkur nýju haustdrykkjunum sem voru að koma á kaffihúsin. Eins og þið hafið kannski tekið eftir þá vinn ég mikið fyrir Pennann Eymundsson og tók myndirnar af nýju haustrdykkjunum. Ég var líka svo heppin að fá að smakka þá alla. Nammi namm, þeir eru hver öðrum betri! Það gerist varla huggulegra en að njóta stundarinnar og sötra á ljúffengum heitum drykk í haustveðrinu. Vel er passað upp á sóttvarnir og fjöldatakmarkanir á kaffihúsunum en einnig er góð hugmynd að taka með sér kaffidrykkinn í umhverfisvænu pappamáli. Annars er mitt allra besta kombó að fá mér gott kaffi & skoða tímarit á notalegu kaffihúsi! Kaffihúsin eru staðsett í Austurstræti, á Laugavegi 77, Skólavörðustíg 11, Akureyri og Vestmannaeyjum.

Endilega fylgið Pennanum Eymundsson á instagram en þar erum við dugleg að deila myndum, tilboðum og skemmtilegum gjafaleikjum.

Haustdrykkir:

Pumpkin spice latte – epresso, mjólk, pumpkin spice sýróp, rjómi og pumpkin spice krydd

Ginger chai latte – chai duft, mjólk, engifer sýróp og kanill

Turmeric latte – mjólk, túrmerik, engifer sýróp og kanill

Túrmerik fappó – klakar, mjólk, túrmerik, engifer sýróp og kanill

Bláberja hvítt súkkulaði – Butterfly pea powder, mjólk, hvítt súkkulaði, bláberja sýróp og rjómi

Pönnuköku latte – Espresso, mjólk, smjör, hlynsýróp og rjómi

Reykjavík fog – te, mjólk og birki sýróp

Mínir uppáhalds drykkir er Pumpkin spice latte, Ginger chai latte og Bláberja hvítt súkkulaði. Mæli með að þið smakkið og endilega látið mig vita hvað ykkur finnst. Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ;)

NJÓTIÐ DAGSINS Í BOTN! :)

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

DJÚSÍ OSTABRAUÐSTANGIR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1