Dásamlega ljúffengt og fallegt nammi sem ég mæli með að þið prófið. Aðeins fjögur innihaldsefni og mjög fljótlegt að útbúa. Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Innnes en aðalstjarnan er kókossmyrja frá So vegan So fine. Hún gefur súkkulaðinu ljúft kókosbragð og er vegan eins og nafnið gefur til kynna. Þið getið því valið ykkur vegan súkkulaði og þá verður uppskriftin 100% vegan. Psst… svo er þetta einstaklega gott með kaffinu.
200 g 45-50% súkkulaði
3 msk kókossmyrja frá So Vegan So Fine (Fæst t.d. í Hagkaup og Fjarðarkaup)
½ dll kókosflögur
150 g pistasíur
Aðferð
- Byrjið á því að saxa pistasíur og kókosflögur.
- Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og dreifið því á bökunarplötu þakta bökunarpappír sem má fara í frystinn.
- Því næst mýkið kókossmyrjuna yfir vatnsbaði og dreifið henni á súkkulaðið. Hrærið aðeins í kókossmyrjunni með skeið þannig að hún blandast fallega við súkkulaðið.
- Dreifið pistasíum og kókosflögum yfir súkkulaðið og þrýstið varlega ofaní.
- Frystið súkkulaðið og brjótið svo í bita eftir smekk. Annaðhvort að skera það með hníf eða brjóta það með höndunum. Njótið vel.
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg