fbpx

JÓLABORÐIÐ MEÐ RAMBA STORE

HEIMILISAMSTARF

Jólin nálgast hratt og þá er gaman að hugsa um hvernig jólaborðið á að vera. Í samstarfi við Ramba store þá er ég með veglegan gjafaleik á Instagram og ætla að gefa einum heppnum fylgjanda eftirfarandi fallega hluti á jólaborðið. Fjóra Neri diska og fjóra Neri skálar frá  Bloomingville sem er í miklu uppáhaldi hjá mér, fjögur falleg Relief kampavínsglös og Prosecco til að skála í, fjórar bast diskamottur og hör servíettur frá Raw og stóran hringlaga svartan vasa sem er geggjaður!

Mæli með að þið takið þátt í gjafaleiknum hér!:)

Ramba er ný og glæsileg vefverslun sem opnaði núna í vor á þessu ári. Hún er strax komin í mikið uppáhald hjá mér þar sem þau eru bæði að selja svo fallegar vörur og bjóða uppá frábæra þjónustu. 


Ég er tiltölulega nýbyrjuð að safna Neri stellinu frá Bloomingville. Það er svo fallegt og vandað stell. Svo myndast það alveg sérlega vel en ég hef margoft fengið spurningar um hvaðan það er þegar ég sýni myndir af því því á mínum miðlum.


Þessi kampavínsglös eru svo falleg en mér finnst svo gaman að skála í fallegum kampavínsglösum. Þessi glös henta líka mjög vel undir forrétti eða eftirrétti.


Algjörlega trylltur vasi sem setur punktinn yfir i-ið á jólaborðið. Svo glæsilegur!

Endilega kíkið og skoðið úrvalið á Ramba store. Þau eru með fábært úrval af gjafavöru sem er tilvalin í jólapakkana. 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

 

 

FLJÓTLEGT SWISS MOCCA MEÐ CHILI OG KANIL

Skrifa Innlegg