fbpx

FLJÓTLEGT SWISS MOCCA MEÐ CHILI OG KANIL

DRYKKIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Á dögum sem þessum er dásamlegt að fá sér heitt swiss mocca úr Swiss miss með chili-og kanilbragði. Hér kemur afar einföld uppskrift að slíkum drykk sem ég gerði í samstarfi við Innnes. Mæli með að útbúa venjulegt Swiss miss fyrir krakkana á meðan fullorðnir njóta Swiss mocca og þá eru allir glaðir. Mér finnst Swiss miss mjög bragðgott og frábært að setja útí kaffið, algjört nammi! Chili og kanill setur síðan punktinn yfir-ið og rífur aðeins í. Fullkomið um helgina í þessum kulda.

2 dl sterkt kaffi
3 msk Swiss Miss kakó
2 tsk kanill
1 ½ tsk hreint chili duft
Rjómi
Toppa með súkkulaðispæni og chili sneið (má sleppa)

 Aðferð

  1. Byrjið á því að útbúa kryddblönduna. Blandið kanil og chili dufti saman í skál. Gott að geyma svo í krukku eða kryddstauk upp í skáp til að eiga.
  2. Setjið Swiss miss í bolla og hellið heitu kaffi saman við. Hrærið vel saman þar til það  leysist upp.
  3. Að lokum toppið með þeyttum rjóma, stráið kanil-og chiliblöndunni yfir og njótið!

 

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ HELGARINNAR!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

LÍFIÐ Í BYRJUN VETRAR

Skrifa Innlegg