fbpx

ÍSKAFFI MEÐ KÓKOSMJÓLK

DRYKKIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Sumarlegt og ljúffengt ískaffi sem ég útbjó í samstarfi við Sjöstrand. Ég er með algjört æði fyrir þessum drykk og hef ég nánast útbúið hann á hverjum degi núna í sumar. Hann inniheldur kaffi, sykurlaust karamellusíróp, kókosmjólk og nóg af klökum. Það er algjör snilld að nota kókosmjólkina í drykkinn, hún gefur honum svo ljúft og gott bragð. Ég nota svo flóarann frá Sjöstrand til að kaldflóa mjólkina sem ég mæli með að þið prófið. Það er mjög gott og það kemur skemmtileg áferð á mjólkina en annars má alveg sleppa því að flóa mjólkina. Ég var að fá mér flóarann og vá hvað mér finnst hann vera fallegur! Svo er hann líka svo þægilegur í notkun. Mæli með að þið prófið þennan drykk.

Uppskrift gerir einn drykk
1-2 espresso skot Sjöstrand nr.5
2 dl kókosmjólk úr fernu
1 tsk karamellusíróp (sykurlaust)
4-6 klakar

 

Aðferð

  1. Útbúið 1-2 kaffiskot í glas. Bætið karamellusírópinu saman við og hrærið.
  2. Bætið 1-2 klökum saman við kaffið og kælið.
  3. Kaldflóið kókosmjólk í mjólkurflóara (má sleppa)
  4. Setjið klaka í hátt eða stórt glas og hellið kókosmjólkinni í glasið.
  5. Hellið kaffinu út í og blandið saman. Gott að drekka með röri og njóta.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ HELGARINNAR!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

GUACAMOLE MEÐ BEIKONI & FETAOSTI

Skrifa Innlegg