fbpx

HOLLT OG HAUSTLEGT HNETUMIX

EFTIRRÉTTIR & KÖKURFORRÉTTIR & LÉTTIR RÉTTIRUPPSKRIFTIR

Hollustu nammi sem er unaðslega gott, sykurlaust og krönsí. Pekanhnetur, möndlur, pistasíur og graskersfræ í pumpkin spice kryddblöndu og stevíu sírópi. Nammi! Ég elska að eiga eitthvað svona sem er hollt og gott til að fá mér sem millimál með kaffinu. Mæli mikið með!

2 dl pekanhnetur
1½ dl möndlur
1 dl pistasíur
1 dl graskersfræ
½ dl ólífuolía
1 dl stevíu síróp
1 tsk kanill
¼ tsk múskat
¼ tsk negulnaglar, duft
¼ tsk engifer, duft
½ tsk saltflögur

Aðferð

  1. Blandið saman kanil, múskati, negulnöglum, engifer og salti. 
  2. Hrærið út í ólífuolíu og sírópi. 
  3. Blandið pekanhnetum, möndlum, pistasíum og graskersfræjum saman í skál og hrærið kryddblöndunni saman við.
  4. Drefið hnetublöndunni á bökunarplötu þakta bökunarpappír og bakið í 15-20 mínútur við 190°C. Hærið í blöndunni reglulega og passið að hún brenni ekki.
  5. Geymið í lokuði íláti og njótið.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið!

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! :)

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

LÍFIÐ Í HAUSTINU

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Aldis

    13. October 2020

    Namm // takk fyrir þetta :)