fbpx

HELGARKOKTEILLINN : GIN FIZZ

DRYKKIRUPPSKRIFTIR

Löng helgi framundan og það er yndislegt! Þá er tilvalið að skella í einn ljúffengan kokteil. Mér finnst mjög skemmtilegt að útbúa kokteila og þessi er í miklu uppáhaldi. Mínir uppáhalds kokteilar eru freyðandi, súrir og sætir eins og þessi hér. Eggjahvítan og sódavatnið gerir exta froðu! Passið bara að hrista drykkinn vel. Ég mæli líka með að þið útbúið sykursíróp, það er ekkert mál og gerir kokteilinn svo góðan. Njótið hvítasunnuhelgarinnar.

1 kokteill
50 ml gin
25 ml safi úr sítrónu
25 ml sykursíróp (eða hlynsíróp)
1 eggjahvíta
Klakar
50 ml sódavatn

Aðferð

  1. Hellið gini, safa úr sítrónu, sykursírópi og eggjahvítu í kokteilahristara og hristið vel í 15 sekúndur. 
  2. Bætið nokkrum klökum saman við (mér finnst best að hafa þá stóra) og hristið í 30 sekúndur.
  3. Hellið í glas og bætið sódavatninu rólega saman við. Skreytið með sítrónu.

Sykursíróp

  1. Blandið saman 200 ml af vatni og 200 g af sykri í pott. 
  2. Bræðið sykurinn á vægum hita og hrærið þar til hann leysist upp. Kælið. Tekur nokkrar mínútur.
  3. Ég helli sykursírópinu ofan í flösku með tappa og geymi í ísskáp. Það geymist í um 1 mánuð.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & GÓÐA HELGI!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

DJÚSÍ OFNBAKAÐ PASTA

Skrifa Innlegg