Vorlegur og ljúffengur kokteill með ástaraldini, sítrónu, sykursírópi með vanillu, gini og eggjahvítu. Þessi kokteill er algjört nammi en samt svo frískandi. Ég er alltaf svo hrifin af kokteilum sem innihalda eggjahvítu og sítrónu. Áferðin á drykknum verður svo góð og toppurinn yfir i-ið er froðan. Mæli með að skála í þessum yfir Eurovision um helgina. Mér finnst svo gaman að skála í fallegum glösum og þessi eru í miklu uppáhaldi. Ramba store gaf mér þessi glös og þau fást hér.
1 kokteill
5 cl Roku gin
3 cl safi úr sítrónu
3 cl sykursíróp með vanillu
1 ástaraldin
1 eggjahvíta
Klakar
Aðferð
- Hellið gini, safa úr sítrónu, sykursírópi með vanillu og eggjahvítu í kokteilahristara ásamt innihaldinu úr ástaraldini. Hristið vel í 15 sekúndur.
- Bætið klökum saman við (mér finnst best að hafa þá stóra) og hristið í 30 sekúndur.
- Hellið í glas og skreytið með ástaraldin. Njótið
Sykursíróp með vanillu
100 g sykur
1 dl vatn
2 tsk vanillu extract
Aðferð
- Setjið vatn, sykur og vanillu extract í pott.
- Bræðið sykurinn á vægum hita og hrærið þar til hann leysist upp. Kælið. Tekur nokkrar mínútur.
- Ég helli sykursírópinu ofan í flösku með tappa og geymi í ísskáp. Það geymist í um 1 mánuð.
Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)
SKÁL & GÓÐA HELGI!
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg