Fátt er betra en nýbakaðar og ilmandi smákökur á aðventunni. Ég útbjó þessar gómsætu smákökur í samstarfi við Krónuna þar sem öll hráefnin í uppskriftinni fást. Klassískar smákökur með hvítum – og ljósum súkkulaðidropum sem eru ótrúlega bragðgóðar og allir elska. Stökkar að utan og mjúkar að innan og svo er fljótlegt að útbúa þær. Mæli með að þið prófið þessar á aðventunni.
Uppskrift gerir 26-28 smákökur
1,2 dl púðursykur
50 g smjör (við stofuhita)
1 egg
2 dl hvítir súkkulaðidropar frá Bowl and Basket
1 tsk vanilludropar
2 dl hveiti
1 tsk lyftiduft
1 dl möndlumjöl
1½ dl ljósir súkkulaðidropar frá Bowl and Basket.
Aðferð
- Bræðið 1 dl af hvítu súkkulaði yfir vatnsbaði.
- Hrærið saman smjör og púðursykur.
- Bætið egginu saman við og hrærið þar til blandan verður létt og ljós.
- Bætið við hvíta súkkulaðinu og vanilludropum og hrærið.
- Sigtið hveiti og lyftidufti út í blönduna og hrærið.
- Að lokum bætið við möndlumjöli, 1 dl af hvítum súkkulaðidropum og 1½ dl af ljósum súkkulaðidropum. Hrærið rólega saman. Gott að kæla deigið í 30-60 mínútur.
- Notið teskeið og hendurnar til þess að móta litlar kúlur úr deiginu. Dreifið á smjörpappírsklædda bökunarplötu og passið að hafa gott bil á milli þeirra.
- Bakið við 180°C í 8-10 mínútur og njótið.
Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!♥
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg