fbpx

GÓMSÆTAR SMÁKÖKUR MEÐ HVÍTU – & LJÓSU SÚKKULAÐI

EFTIRRÉTTIR & KÖKURSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Fátt er betra en nýbakaðar og ilmandi smákökur á aðventunni. Ég útbjó þessar gómsætu smákökur í samstarfi við Krónuna þar sem öll hráefnin í uppskriftinni fást. Klassískar smákökur með hvítum – og ljósum súkkulaðidropum sem eru ótrúlega bragðgóðar og allir elska. Stökkar að utan og mjúkar að innan og svo er fljótlegt að útbúa þær. Mæli með að þið prófið þessar á aðventunni.

Uppskrift gerir 26-28 smákökur
1,2 dl púðursykur
50 g smjör (við stofuhita)
1 egg
2 dl hvítir súkkulaðidropar frá Bowl and Basket
1 tsk vanilludropar
2 dl hveiti
1 tsk lyftiduft
1 dl möndlumjöl
1½ dl ljósir súkkulaðidropar frá Bowl and Basket.

Aðferð

  1. Bræðið 1 dl af hvítu súkkulaði yfir vatnsbaði.
  2. Hrærið saman smjör og púðursykur.
  3. Bætið egginu saman við og hrærið þar til blandan verður létt og ljós.
  4. Bætið við hvíta súkkulaðinu og vanilludropum og hrærið.
  5. Sigtið hveiti og lyftidufti út í blönduna og hrærið. 
  6. Að lokum bætið við möndlumjöli, 1 dl af hvítum súkkulaðidropum og 1½ dl af ljósum súkkulaðidropum. Hrærið rólega saman. Gott að kæla deigið í 30-60 mínútur.
  7. Notið teskeið og hendurnar til þess að móta litlar kúlur úr deiginu. Dreifið á smjörpappírsklædda bökunarplötu og  passið að hafa gott bil á milli þeirra.
  8. Bakið við 180°C í 8-10 mínútur og njótið.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

HELGARKOKTEILLINN: TRÖNUBERJA GIN

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Halla

    25. November 2021

    Allt fallegt hjá þér.

    • Hildur Rut

      26. November 2021

      Takk kærlega <3