fbpx

FJÓRIR DAGAR Í NEW YORK

PERSÓNULEGT

Hæ elsku þið!Fyrir rúmlega viku síðan var ég í minni uppáhalds borg New York. Ég hreinlega elska að heimsækja þessa borg því það er alltaf nóg að gera, skoða, borða og versla. Bjössi var í vinnuferð þannig að ég kom til hans á miðvikudegi og var yfir helgina með honum. Við vorum svo heppin með veður, skoðuðum margt og gerðum margt. Ég ætla að leyfa myndunum að tala.

Ég var ein á fimmtudag og föstudag meðan Bjössi var að vinna og ég notaði tímann til að vinna sjálf fyrir hádegi sem var mjög notalegt. Btw. ég elska heslihnetukaffið á Panera bread. Mæli með að þið prófið.

Löns í Bryant Park.

Við gistum á Hotel Hendricks sem er bara mjög fínt og frábærum stað! Lítið og kósý hótel sem er nálægt Bryant park og 34th street.

Rooftop barinn á hótelinu er svo flottur!

Eruðið að sjá þetta útsýni!?

Ég elska að rölta ein í New York.

Alltaf must að kíkja í Barnes and Nobel og svo í uppáhalds & Other Stories.

Ég elska að kíkja í Urban Outfitters heimilsdeildina. Hún er risastór í versluninni sem er við 34th street.

Borðuðum á Dos Caminos. Mexíkóskur veitingastaður sem er rétt hjá hótelinu. Margarita, tacos og ferskt guacamole. Gerist varla gómsætara!

Fórum á Refinery Rooftop Bar. Æðislegur Rooftop bar með ljúffengum mat! Mæli mikið með þessum!

Sesarsalatið var mjög gómsætt!

Löbbuðum frá Midtown í West Village. Það er svo dásamlegt að rölta um í þessari borg, alltaf eitthvað nýtt að sjá og gera.

Bjór í Madison Square Park í smá rigningu.

Við borðuðum á ítölskum veitingastað nálægt Washington Park. Við vorum ekki búin að panta borð en okkur leist bara svo  vel á hann þegar við gengum framhjá. Mmm virkilega ljúffengur matur. Ég fékk mér risotto sem var mjög gott og Bjössi fékk sé lasagna sem stóðst allar væntingar.

Bröns á The Butchers Daughter í Soho.

& drykkur á bleikasta bar/veitingastað sem ég hef séð.

Gaman að kíkja í búðir í Soho. Must að kíkja í Crate & Barrel.

Brooklyn Bridge í rigningu.

Mæli með að fara á TAO. Risastór og flottur veitingastaður með ljúffengum asískum mat.

Við pöntuðum okkur nokkra rétti sem voru hver öðrum betri!

Morgunmatur á Le Pain Quotidien. Svoo gott!

Central Park í alltof ljúfu veðri!

Algjört must að fara á Shake Shack!

Hlakka til að fara aftur sem fyrst!
Takk fyrir að lesa 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

TACOS MEÐ BBQ BLEIKJU & MANGÓSALSA

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Elísabet Gunnars

    26. May 2022

    DRAUMA <3