Ljúffengur og hollur mánudagsfiskur sem tekur enga stund að útbúa. Ég toppa fiskinn með harissa kryddi, möndlum og pekanhnetum sem passar mjög vel með bleikjunni. Gerir hana krönsí og góða. Gott að bera fram með kínóasalati og mangó chutney jógúrtsósu.
Fyrir tvo
500 g bleikja eða lax
1/2 dl saxaðar pekanhnetur
1/2 dl saxaðar möndluflögur
1 msk harissa krydd
1/2 tsk salt
1 msk ólífuolía
Aðferð
- Leggið fiskinn á bökunarplötu þakta bökunarpappír og saltið og piprið eftir smekk.
- Smátt saxið möndluflögur og pekanhnetur.
- Blandið pekanhnetunum og möndluflögunum saman við harissa krydd, salt og ólífuolíu.
- Dreifið blöndunni jafnt ofan á bleikjuflökin og bakið inní ofni við 190°C á blæstri í 12-15 mínútur.
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg