fbpx

EINFÖLD AFMÆLISKAKA MEÐ KARAMELLUKREMI

EFTIRRÉTTIR & KÖKURSAMSTARFUPPSKRIFTIRVEISLUR

Edda mín var 2 ára í gær og ég gerði þessa dásamlegu súkkulaðköku með karamellukremi í samstarfi við Kötlu. Ég notaði súkkulaðikökumixið frá þeim sem mér finnst svo gott og gerði sjúklega gott krem. Ég elska kökur en að skreyta þær hefur ekki verið mín deild. En þessi kaka heppnaðist mjög vel og það besta við hana er að hún er svo fljótleg. Ég bakaði kökubotnana daginn áður en útbjó kremið samdægurs. Skreytti hana með kreminu og rosegold kökuskrauti. Einföld og svakalega ljúffeng! 

Kaka (bökunarleiðbeiningar frá Kötlu)
Súkkulaðikaka þurrefnablanda frá Kötlu
3 egg
80 ml ólífuolía
275 ml kalt vatn

Krem
150 g ljósar karamellur
5-6 msk rjómi
300 g smjör við stofuhita
500 g flórsykur frá Kötlu

Aðferð

  1. Hellið vatni og olíu í skál, síðan innihaldi pakkans og eggjum. Hrærið á meðalhraða í 2 mínútur. 
  2. Hitið ofninn í 180°C. Dreifið deiginu í tvö vel smurð kökuform (ég notaði 20 cm smelluform). Bakið í 18-20 mínútur. Kælið kökuna og smyrjið kreminu á hana þegar hún er orðin köld.

Krem

  1. Byrjið á því að bræða karamellur og rjóma og kælið. Bætið meiri rjóma saman við ef að ykkur finnst blandan of þykk.
  2. Þeytið smjörið. Ég nota hrærivél en líka hægt að nota handþeytara.
  3. Bætið flórsykrinum saman við og hrærið þar til blandan verður ljós og létt.
  4. Hellið karamellusósunni út í og hrærið sama við.
  5. Smyrjið kremið á kökuna og skreytið eftir smekk.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ SUNNUDAGSINS! :)

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

DUMPLINGS MEÐ NÚÐLUM & GRÆNMETI

Skrifa Innlegg