fbpx

CURLYWURLY BOLLAKÖKUR

EFTIRRÉTTIR & KÖKURSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Þessar gómsætu karamellu Curlywurly bollakökur, sem ég útbjó í samstarfi við Innnes, eru bæði „chewy“ og bragðgóðar. Kökurnar eru svo ljúffengar að það þarf varla krem og pottþétt gott að setja deigið í kökuform eða bökunarform og baka.

Uppskriftin gerir 12 bollakökur
2,5 dl hveiti
2 dl púðursykur
1 tsk lyftiduft
½ tsk salt
½ tsk matarsódi
90 g smjör, brætt
2 egg
½ dl condensed milk
1 msk ólífuolía
1 tsk vanilludropar
3 Curlywurly

Krem
100 g Philadelphia rjómaostur
100 g smjör við stofuhita
5 dl flórsykur
3 stk Curlywuely
3 msk rjómi eða meira

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 180°C.
  2. Blandið saman hveiti, púðursykri, lyftidufti, salti og matarsóda í skál.
  3. Bætið út í bræddu smjöri, eggjum, condensed milk, ólífuolíu, vanilludropum og hrærið vel saman. Ég nota hrærivélina og hræri á hraðri stillingu þangað til deigið er orðið slétt og fínt.
  4. Smátt skerið Curlywurly og bætið saman við með sleif í lokin.
  5. Dreifið bollakökuformum í stórt bollakökuform/ bollakökubakka. Ég nota form sem er fyrir 12 kökur. 
  6. Dreifið deiginu jafnt í bollakökuformin og bakið í 22-26 mínútur eða þar til bollakökurnar eru fullbakaðar. Mér finnst gott að stinga í þær með tannstöngli til að sjá hvort að þær eru orðnar bakaðar.
  7. Á meðan kökurnar eru að bakast þá er gott að útbúa kremið.

Krem

  1. Bræðið Curlywurly og rjóma í potti. Kælið vel.
  2. Hærirð rjómaostinum og smjörinu saman í hrærivél á hröðustu stillingu þar til það verður „flöffý“. 
  3. Bætið flórsykri og bræddu Curlywurly saman við rjómaostablönduna og hrærið rólega saman. Bætið flórsykri saman við ef ykkur finnst það þurfa.
  4. Setjið kremið í sprautupoka og dreifið ofan á allar kökurnar eftir smekk.
  5. Skreytið kökurnar eftir smekk og njótið.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

FJÓRIR DAGAR Í NEW YORK

Skrifa Innlegg