fbpx

BÓNDADAGSKOKTEILL: SÚKKULAÐI ESPRESSO MARTINI

DRYKKIRUPPSKRIFTIR

Gleðilegan bóndadag allir! Það er heldur betur tilefni til að bjóða upp á einn ljúffengan kokteil. Hér kemur uppskrift af gómsætum espresso martini með súkkulaði líkjöri sem gerir drykkinn svo ótrúlega bragðgóðan!

Einn kokteill
30 cl Tobaco gold súkkulaði líkjör
30 cl vodka
30 cl espresso kaffi
15 cl sykursíróp
Klakar

Aðferð:

  1. Hristið saman Tobaco gold, vodka, espresso kaffi, sykursírópi og klaka í kokteilahristara í 15 – 20 sekúndur.
  2. Hellið í fallegt glas í gegnum sigti og njótið!

Sykursíróp

  1. Blandið saman 200 ml af vatni og 200 g af sykri í pott.
  2. Bræðið sykurinn á vægum hita og hrærið þar til hann leysist upp. Kælið. Tekur nokkrar mínútur.
  3. Ég helli sykursírópinu ofan í flösku með tappa og geymi í ísskáp. Það geymist í um 1 mánuð.

SKÁL & GÓÐA HELGI! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

BYGG SALAT MEÐ EDAMAME BAUNUM

Skrifa Innlegg