fbpx

BLACK FRIDAY TILBOÐ: UPPÁHALDS

HEIMILI

Það er heldur betur mikið af flottum tilboðum í gangi núna og mig langar að deila með ykkur nokkrum hlutum sem eru í uppáhaldi og eru á tilboði. Það er svo mikil snilld að nýta þennan afslátt, bæði til að kaupa jólagjafir og gleðja sjálfan sig.

Ég setti link á allar vörurnar þannig að það er auðvelt fyrir ykkur að skoða vörurnar betur.

  1. Neri matarstellið // Ramba store
    20% afsláttur
    Guðómlega fallegt og vandað svart matarstell frá Bloomingville. Ég er að safna þessu stelli en ég gjörsamlega féll fyrir því þegar ég sá það fyrst. Neri fat/skál 33cm Neri diskur 23 cm Neri skál
  2. Kinfolk table // Penninn Eymundsson 
    30% afsláttur allar erlendar matreiðslubækur

    Þessi fallega bók úr Kinfolk seríunni er í miklu uppáhaldi og sérlega smekkleg upp í hillu.
  3. Ostahnífar // Ramba store
    20% afsláttur
    Þessir ostahnífar eru frá Bloomingville og eru svo fallegir. Tilvalin gjöf!
  4. Tojiro hnífur // Seimei
    15% afsláttur með kóða „black“
    Geggjaðir hnífar sem ég mæli mikið með. Fullkominn alhliða kokkahnífur fyrir þá sem vilja prófa sig áfram með alvöru japanska hnífa sem og lengri komna.
  5. Kökudiskur // Heimahúsið
    20% afsláttur
    Dásamlegur kökudiskur úr handunnu gleri frá LSA. Ég á svona kökudisk og ég elska hann. Látlaus, fallegur og passar með öllu.
  6. Basic to Brilliance eftir Donna Hay // Penninn Eymundsson
    30% afsláttur allar erlendar matreiðslubækur
    Ein uppáhalds matreiðslubókin mín. Klassískar og girnilegar uppskriftir og fallegar myndir. Bók fyrir alla þá sem elska að elda.
  7. Kampavínsglös // Ramba store
    20% afsláttur
    Svo flott glös úr akrýl plasti sem eru geggjuð í heita pottinn.
  8. Tierra negra leir // Heimahúsið
    20% afsláttur
    Þessar vörur eru í miklu uppáhaldi og vá hvað ég nota þetta mikið! Þessi fallegi leir er engu líkur og hann má fara inn í ofn, í uppþvottavél og á helluborðið. Svo er þetta lífræn vara, aðeins gert úr náttúrulegum leir. Ég mæli mikið með.

 

Njótið dagsins! :)

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

SMÁKÖKUR MEÐ KÓKOS OG HAFRAMJÖLI

Skrifa Innlegg