Ég gerði þetta ofur einfalda og gómsæta jólanammi í samstarfi við Innnes. Það kannast eflaust margir við kornflex nammibita með súkkulaði og sírópi en það má segja að þetta konfekt sé útgáfa af því. Súkkulaði kornflex bitar með hvítu súkkulaði og karmellu fylltur Marianne brjóstsykur með piparmintubragði. Brjóstsykurinn gefur bitunum bæði skemmtilegt bragð og gerir þá jólalega. Namminamm! Mjög fallegt að setja bitana í sellofan og gefa í tækifærisgjafir. Mæli með að þið prófið!
180 g kornflex
300 g dökkt súkkulaði
100 g smjör
70 ml síróp
100 g hvítt súkkulaði
10 stk Fazer Marianne toffee brjóstsykur
Aðferð
- Byrjið á því að bræða saman dökkt súkkulaði, smjör og síróp í potti. Hrærið vel saman og leyfið að malla í 5 mínútur þegar súkkulaðið er bráðnað.
- Hellið kornflexi í skál og blandið súkkulaðibráðinni varlega og vel saman við.
- Dreifið blöndunni með matskeið á bökunarplötu þakta bökunarpappír. Kælið í ísskáp eða frysti.
- Bræðið hvítt súkkulaði í skál yfir vatnsbaði.
- Myljið brjóstsykurinn í matvinnsluvél eða með því að setja í poka og renna kökukefli yfir. Ef karamellan sem er inn í brjóstsykrinum fer ekki í sundur þá er gott að skera hana í minni bita með hníf.
- Dreifið hvíta súkkulaðinu yfir kornflexbitana og stráið brjóstsykrinum yfir á meðan það er ennþá blautt. Njótið.
Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ DAGSINS!
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg