fbpx

HREKKJAVÖKU BÚNINGAR FRÆGA FÓLKSINS

FÖRÐUNHÁR

HI!

Gleðilega Hrekkjavöku allir!

Þrátt fyrir aðeins öðruvísi Hrekkjavöku þetta árið vorum við ótrúlega ánægðar að sjá hversu margir Íslendingar tóku að sér að skera út grasker og skreyta heima hjá sér. Þessi hefð er okkur íslendingum ný en fer stækkandi með hverju árinu. Eitt af því sem okkur finnst skemmtilegast við Hrekkjavökuna er sjá hvað stjörnurnar ákveða að klæðast. Við getum rétt ýmindað okkur hversu mikill tími, vinna og hugmyndaflæði hefur farið í hvern búning.

Hér tókum við saman þá búninga sem okkur fannst skemmtilegastir.

LIL NAS X

Lil Nas X fór alla leið og nelgdi sinn búning. Hann klæddist upp sem Nicki Minaj og var alveg með þetta frá toppi til táar. Erum að elska þetta!

CIARA OG SONUR HENNAR

Ciara klæddi sig upp sem Cardi B og er þetta look frá forsíðu síðustu plötu hennar, Invasion of Privacy. Sonur Ciöru klæddist upp sem Offset, eiginmaður Cardi B.

KIM KARDASHIAN & JONATHAN CHEBAN

Kim Kardashian og besti vinur hennar Jonathan Cheban klæddust upp sem Carol Baskin & Joe Exotic. Börn Kim vöru síðan tígrisdýrin.

SAWEETIE

Rapparinn Saweetie tók heldur betur þátt þetta árið en við sáum hana í amk þremur búningum um helgina. Okkur fannst þetta look vera eftirminnilegast en hún tók sig til og klæddist upp sem allir meðlimir Destiny’s Child og tók þessa frábæru mynd. Hún er skuggalega lík þeim þarna. Eitt af neglum helgarinnar!

KYLIE JENNER

Kylie Jenner er ókrýnd drottning Hrekkjavökunnar. Hún er alltaf með útpælda búninga og eru smáatriðin algjör sérstaða hennar. Við sáum hana í amk. tveimur búningum þessa Hrekkjavöku. Hún og vinir hennar klæddust sem Power Rangers á föstudagskvöldið en síðan fór hún í myndartöku fyrir laugardaginn þar sem hún var King Cobra en múnderingin hennar var sérsaumuð á hana af engum öðrum en Mugler.

CARDI B

Cardi B fór all in og klæddi sig upp sem Medusa. Búningurinn var ekkert smá flottur og voru það smáatriðin sem drógu okkur sérstaklega að þessum búning. Það sem við pældum helst í þó var hvernig hún stóð í lappirnar, en það er að sjálfssögðu aukaatriði á kvöldum sem þessum haha!

LIZZO

Lizzo fer sínar eigin leiðir eins og alltaf. Hún má eiga það að hún átti frumlegasta búninginn þessa Hrekkjavökuna. Hún klæddi sig upp sem fluga. Flugan sem hún klæddi sig upp sem var engin venjuleg fluga heldur flugan sem var í hárinu á Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna á kappræðum um daginn. Mynd af flugunni frægu má sjá hér.

THE WEEKND

Það má segja að Weeknd hafi sigrað Hrekkjavökuna. Við hlógum upphátt þegar við sáum hann! Hann klæddi sig upp sem Nutty Professor. Algjör nostalgía og á sama tíma ótrúlega sniðugt og frumlegt.

 

Þangað til næst!

________
Instagram @the_hibeauty
thehibeauty.com
makeupschool.is

ÓSKALISTINN: SNYRTIGRÆJUR

Skrifa Innlegg