fbpx

FRÆGIR SEM EIGA SNYRTIVÖRUMERKI

PODCAST

HI!

Í nýjasta þætti af The HI beauty Podcast töluðum við um frægt fólk sem á snyrtivörufyrirtæki. Það kom okkur á óvart hversu margir hafa reynt fyrir sér í þessum samkeppnisharða heimi en það hefur gengið með misjöfnum hætti. Hér eru nokkur af þeim fyrirtækjum sem við tókum fyrir í þættinum. Hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan.

Miranda Kerr – Kora Organics

Fyrrum Victoria’s Secrets módelið, Miranda Kerr, stofnaði sitt eigið snyrtivörumerki árið 2009. Við tölum um fyrirtækið hennar, hvenær hugmyndin kviknaði og afhverju, hinn víðfræga Noni Juice sem hún hefur drukkið síðan hún var unglingur og áhugaverustu vöru merkisins. 

Hvað er þetta noni? Hlustið og þið munuð vita.

Drew Barrymore

Við elskum öll Drew Barrymore og bíomyndirnar hennar, þá sérstaklega Charlie’s Angels. Drew stofnaði snyrtivörufyrirtæki árið 2013 og hefur farið víða með nafnið á því síðan. Hver vissi að drew elskar blóm? Við tölum um merkið hennar, hvar það fæst, hvernig merkið er sýnilegt og hvað hún gerir til að halda verðmiðanum á merkinu sínu í lægri kantinum. 

Jessica Alba

Leikkonan Jessica Alba er einn af eigendum the Honest Company og undir því er Honest Beauty. The Honest Company hefur gengið í gegnum ýmislegt á sínum líftíma en var á einum tímapunkti kallað einhyrningafyrirtæki. Afhverju ætli það sé? Hver er tenging Heiðar við Jessicu Alba? Við förum yfir það og fleira í þættinum.

Kim Kardashian West

Kardashian fjölskyldan hefur gert ansi mikið í gegnum tíðina. Á fimm árum hefur fjölskyldan hinsvegar stimplað sig verulega inn í snyrtivörubransann. Kim seldi meðan annars ilmi fyrir 10 milljónir bandaríkjadala á einum degi, án þess að nokkur kaupandi gat fundið lyktina af ilminum áður en þeir keyptu hann!

Kylie Jenner

Kylie Jenner, raunveruleika- og samfélagsmiðlastjarna byrjaði fyrst með hárlenginga merki. Hver vissi það? Hvernig og afhverju ákvað hún að byrja með snyrtivörumerki og hver var fyrsta lína Kylie Cosmetics? Hvað hét fyrirtækið hennar til að byrja með og hvernig gengu fyrstu árin? Hvað seldi hún mikinn hlut í fyrirtækinu og á hversu mikið?
Þetta eru allt spurningar sem við svörum í þættinum.

Kat Von D

Það þekkja allir Kat Von D úr LA Ink þáttunum þar sem hún sýndi listir sínar sem tattoo artisti. Eftir þættina hringdu Sephora í hana og vildi gera með henni snyrtivörumerki. Úr því varð Kat Von D Beauty. Hvernig gekk fyrirtækið og hver er saga þess? Og afhverju seldi hún alla sína hluti úr fyrirtækinu í byrjun árs?

Katie Holmes

Hafiði heyrt um anti aging hárvörur? …ekki við heldur en Katie okkar Holmes kynnir þær til leiks með Alterna Haircare. Sephora aðdáendur gætu þekkt vörulínuna en ekki gert sér grein fyrir hver sé eigandi og talsmaður fyrirtækisins. Aðal innihaldsefni varanna er ekki meira né minna en kavíar og gæti það útskýrt verðmiðann á vörunum. Meira um Alterna og Katie í þættinum.

Gwyneth Paltrow

Ó elsku GOOP!
Gwyneth lifir hreint út sagt ótrúlegum lífstíl og mögulega lífstílnum sem öllum dreymir um. Með Goop kemur hún með þann lífstíl nær okkur og er sífellt að kenna okkur eitthvað nýtt. Goop ævintýrið hófst allt með matreiðslubók en í dag er goop lístílsmerki með snyrtivörur, matreiðslubækur, fatnað, podcast og svo lengi mætti telja.

Góða hlustun inn í helgina!

________
Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com

FÆRÐ ÞÚ BÓLUR AF ANDLITSGRÍMUM?

Skrifa Innlegg