fbpx

WISHLIST FRÁ PENNANUM / KONUKVÖLD PENNANS

HÚSGÖGNJÓLAGJAFAHUGMYNDIRÓSKALISTINNSAMSTARF

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Pennann Eymundsson.

Góða kvöldið kæru lesendur! Á hverju ári heldur Penninn Eymundsson stórglæsilegt konukvöld við frábærar undirtektir hverju sinni. Þetta er viðburður sem slær alltaf í gegn og verður stærri með hverju árinu sem líður. Að þessu sinni verður það haldið fimmtudaginn 28. nóvember næst komandi, frá kl. 17:00 – 20:00 í sýningarsal Pennans, sem er til húsa í Skeifunni 10. Það verður sem fyrr, frábær dagskrá, ljúffengar veitingar, spennandi vörukynningar, veglegt og glæsilegt happdrætti og svo að sjálfsögðu frábær tilboð á öllu mögulegu – frá jólapappír til húsgagna!

Happdrættið hefur slegið í gegn en á hálftíma fresti verður heppinn gestur dreginn úr pottinum og hlýtur hann glæsilegan vinning. Vinningarnir eru ekki af verri endanum en þeir eru nákvæmlega þessir:
Kl. 18:00 – Eames House Bird
Kl. 18:30 – Eames Hang It All fatahengi
Kl. 19:00 – Hnattlíkan með ljósi
Kl. 19:30 – Eames DSR stóll

Öllum vinningum fylgir svo bók Auðar Jónsdóttur, Tilfinningabyltingin. Það er til mikils að vinna og það eina sem þú þarft að gera til að taka þátt, er að mæta!

Eins verður fjöldi frábæra tilboða – til dæmis á Eames stólunum vinsælu, Eames house bird fuglum, skrifborðsstólum, sófum og ýmsum öðrum húsgögnum, fleiru og fleiru.

Dagskráin er svo ekki af verri endanum, en hún er eftirfarandi:
– Auður Jónsdóttir verður á staðnum og mun rita nýju bókina sína
– Hvítvínskonan kíkir í heimsókn og kítlar hláturtaugarnar
– Penninn Eymundsson býður veislugestum upp á ljúffengar veitingar
– Konfekt kynning

Í tilefni af konukvöldi Pennans setti ég saman smá ‘óskalista’, allt með vörum sem fáanlegar eru í Pennanum. 
1. Eames DSW stóllinn / DSW stóllinn er hluti af stólalínu sem hönnuð var af hjónunum Ray og Charles Eames árið 1950. Hann er til í mörgum mismunandi litum – við eigum 5 stykki af þessum stólum í eldhúsinu okkar og væri ekki slæmt að eignast þann 6.
2. Uten Silo vegghirsla / Uten Silo er fjölnota vegghirsla hönnuð árið 1969 af Dorothee Becker. Hirslan er úr plasti og fæst í 2 stærðum og 3 litum. Mér finnst þetta skemmtileg lausn t.d. inn í tölvuherbergi eða barnaherbergi.
3. Borð frá Pedrali / Þetta þykir mér sérlega fallegt borð sem hentar jafnt úti sem inni. Gyllti fóturinn gerir mikið fyrir mig og sé ég borðið vel fyrir mér á hinum ýmsu stöðum á heimilinu mínu. T.d. sem hliðarborð hjá sófanum undir fallegri plöntu.
4. High Tray / Jasper Morrisson hannaði High Tray út frá hinum vinsæla Rotary Tray. High Tray er úr lituðu harðplasti og fæst í 7 litum. Þetta er falleg vara sem að kæmi sér vel á lang flestum heimilum í hvaða rými sem er. Frá stofu og inn í barnaherbergi.
5. Kinnarps skrifstofustóll / Ég ákvað að setja einn skrifstofustól með á listann en fyrir alla þá sem vinna mikið við tölvu heima fyrir og eiga jafnvel tölvuherbergi, er afar nauðsynlegt að láta fara vel um sig á meðan þeirri vinnu stendur. Þessi skrifstofustóll tikkar í öll box hvað þægindi varðar.
6. Eames house bird / Vinsælu fuglarnir frá Eames eru hin fullkomna gjafavara. Þessi hnotu-litaði yrði fyrir valinu hjá mér en hann er einnig fáanlegur í svörtu og hvítu. Flott punt í hvaða rými sem er!
7. Eames Hang it all snagi / Hang it all fatahengið er klassísk hönnun Eames hjónanna frá árinu 1953. Hengið var upprunalega hannað til að hvetja börn til að “hengja allt upp”. Hengið fæst í mörgum litum, m.a. marglitað sem er skemmtilegt inn í barnaherbergi. Við eigum þetta hengi hér heima, svart með viðarkúlum úr hnotu og prýðir það forstofuna okkar. Afar ánægð með það!
8. Eames RAR ruggustóllinn / RAR ruggustóllinn er einnig hluti af stólalínunni sem hjónin Ray og Charles Eames hönnuðu árið 1950. Ruggustóllinn er fallegur í hvaða rými sem er að mínu mati. Við eigum einn sem að við notum ýmist í stofunni eða inn í svefnherbergi. Ég notaði hann mikið í brjóstagjöfinni með dóttur minni, hann kom sér afar vel þá! Skelin á stólnum fæst í 14 litum, hvorki meira né minna.

Ég mæli með að gera sér glaðan dag með góðu fólki, flottum tilboðum og ljúffengum veitingum, fimmtudaginn 28. nóvember. Ég ætla að sjálfsögðu ekki að missa af og hlakka til að sjá ykkur þar!

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

BARNALOPPAN / BÁS 204

Skrifa Innlegg