Ég veit hreinlega ekki hvar ég á að byrja! Við skötuhjúin erum nýkomin heim eftir stórkostlega ferð um Ítalíu. Tilgangur ferðarinnar var brúðkaup dásamlegu vinkonu minnar, Alexöndru Helgu og Gylfa. Brúðkaupið hefur eflaust ekki farið framhjá neinum en það var ævintýri líkast frá upphafi til enda. Það er ekki hægt að koma fegurðinni niður í orð sem að átti sér stað þessa helgi á Lake Como. Brúðhjónin náttúrulega ein þau fallegustu, staðsetningin guðdómleg og félagsskapur, dagskrá og allt annað upp á 10! Það hefur verið svo gaman að fylgjast með þessu fallega pari sem í dag eru nú orðin hjón vaxa og dafna en það eru að verða komin 10 ár síðan við Alexandra kynntumst og er ég alltaf ólýsanlega þakklát fyrir okkar vináttu. Ég vissi ekki hvert ég ætlaði þegar hún gekk inn “kirkju”gólfið, svo guðdómlega fögur var hún! Brúðkaupið var haldið í Villa Balbiano, einum fallegasta stað við Lake Como. Eintóm fegurð sem blasti við hvert sem augað leit, sannarlega í takt við allt þessa helgina. Enn og aftur, elsku brúðhjón, til hamingju með allt! Þið eruð einfaldlega fullkomin fyrir hvort annað líkt og vitað hefur verið frá degi eitt! <3 Hjartans þakkir fyrir okkur. Brúðkaup sem lengi verður í minnum okkar haft. <3 Ég fékk mjög margar fyrirspurnir út í kjólinn og skóna en hvoru tveggja pantaði ég frá Public Desire. Ég er alls ekki vön að panta mér á netinu og geri það sjaldan – þessi tiltekna pöntun var sannarlega ekki kostnaðarmikil og mjög spontant. Ég var ekki vongóð og því var mjög skemmtilegt að ég hafi verið svona ánægð með útkomuna þegar sendingin skilaði sér!
Kjóll: Public Desire
Skór: Public Desire
Skart: My letra by Fanney Ingvars / myletra.is
Taska: Zara
Þar sem ég tók engar myndir í athöfninni og var sem minnst með myndavélina á lofti yfir höfuð rændi ég þremur fallegustu myndum sem ég hef augum litið af brúðhjónunum. Fallegra verður það ekki! <3
________________________________________________________________________
Daginn fyrir brúðkaupið var smá fyrirpartý með verðandi brúðhjónum og gestum. Meiriháttar stund og fullkomin upphitun fyrir stóra daginn.
Fullkomin helgi frá upphafi til enda! Enn og aftur til hamingju elsku bestu vinir og hjartans þakkir fyrir okkur. <3
Við Teitur ákváðum að gera góða Ítalíu ferð í kringum brúðkaupið en við eyddum 10 stórkostlegum dögum á Ítalíu. Ég mun sýna ykkur og segja meira frá því í næstu færslum en ég ákvað að gera sér færslu frá brúðkaupshelginni!
Þangað til næst!
Xxx Fanney
Instagram: fanneyingvars
Skrifa Innlegg