fbpx

UNIF Á ÍSLANDI

Ég keypti mér fyrir um ári síðan skó á netinu frá UNIF. Mig hafði lengi langað í þessa sérstöku týpu en hún kallast Bonnie boots. Gróf boots sem passa við allt! Þegar ég fékk þá heim í fangið deildi ég mynd af þeim í Instastory og í kjölfarið fylltist inboxið mitt af fyrirspurnum um hvaðan skórnir væru. Ég fæ reglulega fyrirspurnir en þennan daginn voru þær óteljandi. Ég tók meira að segja mynd þegar ég hafði svarað öllum, mér þótti það svo magnað. Ég var að reyna að leita af myndinni í myndaflóðinu í símanum mínum núna, því miður ekki með góðum árangri!

Mig langaði að deila því með ykkur að UNIF fæst nú loksins á Íslandi og þar á meðal hin vinsælu Bonnie boots. UNIF er sumsé komið í verslanir Galleri 17 fyrir áhugasama og því mjög auðvelt að nálgast parið! Ég fór í heimsókn í G17 í Kringlunni í gær og kíkti á týpurnar sem voru teknar inn frá merkinu en ásamt Bonnie boots komu þrjár afar fallegar týpur. Allar mjög viðeigandi fyrir haustið og veturinn. Ég var í beinni á Instastory (@fanneyingvars) fyrir áhugasama! Ég ætla að leyfa myndunum að tala sínu máli! Miðað við áhugann sem mér var sýndur fyrir ári síðan ættu þessar fréttir að gleðja ansi marga!

 Bonnie Boots – eins og mínir. Dýrka þá!  Þessir fannst mér afar töffaralegir úr glansandi leðri.  

Mínir uppáhalds eru klárlega Bonnie Boots, þar á eftir koma skórnir í glansandi leðrinu og þessir lágu. Mega töffaralegir!

Ég mæli með að gera sér ferð í Galleri 17 og kíkja á úrvalið.

Xxxx Fanney

NYC OUTFIT

Skrifa Innlegg