SÍÐUSTU DAGAR

Nýbúin að klippa heila 40 cm af hárinu. Ég lét klippa mig nákvæmlega eins, jafnvel aðeins styttra fyrir akkúrat ári síðan og það fyndna er að ég man varla eftir þeim tíma. Hárið tók mikinn vaxtarkipp í kjölfarið og um jólin var ég nánast aftur komin með sama síða hárið haha. Tilraun tvö til að vera “stutthærð”. Ég segi stutthærð því ég hef nánast alla mína ævi verið með mjög sítt hár svo þetta er ansi stutt í mínum augum. Ég kann mjög vel við þessa sídd hins vegar og held að ég haldi mig við hana!

Pels: Minimum / Galleri 17
Leðurjakki: Mads Norsgard / Húrra Reykjavík
Buxur: H&M
Skór: Adidas Yung-1 / Húrra Reykjavík
Taska: Gucci

Sunnudagsdress fyrir nokkru, stúss og kaffi með mínum manni í 101.

   Skyrta: ZARA
Stuttbuxur: Eldgamlar Levi’s af mömmu
Skór: ASOS
Sólgleraugu: Dior

Vinnustopp til Washington síðustu helgi. Ég ákvað að leigja mér hjól og heimsótti alla helstu staðina með tónlist í eyrunum. Ofsalega gaman að hjóla um þessa borg, ég mæli eindregið með því.

  Sólveig Inga stóra frænka kom loksins og heimsótti okkur frá Köben. Kolbrún Anna var vægast sagt með stjörnurnar í augunum yfir stóru frænku.

Afar notalegur sunnudagur um síðustu helgi með litlu fjölskyldunni minni. Pre-birthday ef svo má kalla. Við fórum á kaffihús, röltum um bæinn og enduðum á Flatey pizzu úti á Granda. Top næs sunnudagur!

  Á milli funda og þá mætir heimilið stundum afgangi eins og sjá má!

Eigið góða helgi öll sömul!

xxx Fanney

 

MY BIRTHDAY

Skrifa Innlegg