fbpx

SÁLIN

HELGINLÍFIÐOUTFITPERSÓNULEGT

Ég fór ásamt mínum afar kæra vinahópi á kveðjutónleika Sálarinnar í Hörpu um helgina. Við vinkonurnar eigum það sameiginlegt að hafa verið miklir aðdáendur Sálarinnar í háa herrans tíð. Það var mjög fyndið þegar við rifjuðum upp mynd sem birtist af okkur í Séð og Heyrt á Sálarballi á NASA hér í denn þar sem fyrirsögnin var “þessar vinkonur lækkuðu meðalaldurinn á tónleikum Sálarinnar”. En við höfum í gegnum tíðina skemmt okkur stórvel á Sálarböllum þrátt fyrir að vera oftast lang yngstar. Við létum okkur að sjálfsögðu ekki vanta um helgina og buðum betri helmingunum með. Við byrjuðum kvöldið á að fara út að borða á Tapasbarinn og enduðum svo á tónleikunum í Hörpu. Meiriháttar kvöld í geggjuðum félagsskap!

Bolur: Envii / Galleri 17
Buxur: ZARA
Skór: ZARA

Þangað til næst,
xx Fanney

Instagram: fanneyingvars

H&M OG H&M HOME OPNAR Á HAFNARTORGI

Skrifa Innlegg