fbpx

PÁSKASÆLAN

HELGINKOLBRÚN ANNALÍFIÐPÁSKARPERSÓNULEGTSVEITIN

Síðbúnar páskakveðjur til ykkar allra! Já og gleðilegt SUMAR! Fyrsti sumardagur virðist ætla að taka nokkuð ágætlega á móti okkur hér á höfuðborgarsvæðinu í það minnsta. Sól og fallegt veður. Vonandi er dagurinn að leggja línurnar fyrir komandi sumar!

Vonandi höfðuð þið það dásamlegt um páskana. Mínir voru sannarlega gleðilegir en ég eyddi þeim með fjölskyldunni minni og tengdaforeldrum uppi í sumarbústað. Það var ótrúlega ljúft, mikil slökun og notalegheit. Dóttir mín skemmti sér stórkostlega að kíkja á litlu nýfæddu lömbin og hestana en það var einmitt það sem við gerðum mest af. Ásamt því að borða, að sjálfsögðu! Ég lenti frá New York á föstudaginn langa þar sem ég var svo óheppin að fá svo mikið í eyrun – ég hef því verið hálf heyrnalaus síðan þá og lét loksins kíkja á mig í gær þar sem kom í ljós að ég væri með eyrnabólgu. 27 ára gömul með eyrnabólgu þykir mér fyndið en glöð er ég að vera búin að fá útskýringu og núna treysti ég á að sýklalyfin losi þetta burt! Við tókum þó nokkrar myndir af gleði helgarinnar sem mig langaði að láta fljóta með. 

Sveitasæla eins og hún gerist best. Hlakka strax til að komast aftur upp í bústað – vonandi sem fyrst! Svo notalegt fyrir líkama og sál.

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

DRESS

Skrifa Innlegg