fbpx

OUTFIT/APPRECIATION POST

LÍFIÐMOSS X FANNEY INGVARSMY LETRA BY FANNEY INGVARSOUTFITPERSÓNULEGTSAMSTARFSKARTGRIPIR

Skyrta: Moss X Fanney Ingvars / Galleri 17
Stuttbuxur: Weekday
Skór: Urban Outfitters
Sólgleraugu: Han Kjøbenhavn / Húrra Rvk
Taska: Blanche / Húrra Rvk
Skart: My Letra by Fanney Ingvars / myletra.is

Ég trúi því ekki ennþá að ég hafi farið út á fallegu sumarkvöldi á ÍSLANDI, klædd svona! Þetta sumar hefur verið svo dýrðlegt að ég á ekki til aukatekið orð. Það sem að fallega landið okkar getur boðið upp á á dögum sem þessum er ómetanlegt. Klukkan 20 á fallegu kvöldi rölti ég svona klædd í matarboð – þurfti engan jakka. Ég þekki ekki svona klæðnað annars staðar en í útlöndum. Ó, þetta fallega sumar! <3Ég setti þessa mynd á Instagram hjá mér einfaldlega vegna þess að ég áttaði mig á því að hér bæri ég hluti sem eru eru mér afar dýrmætir og henti í svokallað “appreciation post”. Ég ætla að láta það fylgja hér það sem ég skrifaði undir myndina:
“Með skart úr skartgripalínunni minni og í skyrtu úr fatalínunni minni. Eitthvað sem mér hefði sennilega aldrei grunað að ég myndi gera einn daginn. Ofsalega stolt og þakklát fyrir lífsins tækifæri og þeim sem trú á mér hafa og treysta mér fyrir jafn stórum verkefnum. Here’s to life and all the wonderful opportunities that comes with it. #myletrabyfanneyingvars #mossxfanneyingvars”.

Þakklát kona kveður í bili,
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

SUMARDAGUR

Skrifa Innlegg