Ég átti afmæli á mánudaginn var, þann 24. september. Ég fagnaði 27 árum í faðmi fjölskyldu og vina! Ég er ótrúlega mikið afmælisbarn og hef alltaf verið. Mér finnst tilefnið afar skemmtilegt og hef alltaf gert mikið úr því, hvort sem það er ég sjálf sem á afmæli eða mitt nánasta fólk! Mér sýnist það ekkert ætla að eldast af mér úr þessu.. Afmælisdagurinn var á mánudegi í þetta skiptið og vaknaði ég við óveður úti! Það rættist þó aðeins úr því en ég átti engu að síður fullkominn afmælisdag. Ég hitti mínar nánustu vinkonur í hádegismat á Grillmarkaðnum. Eyddi svo deginum með litlu fjölskyldunni minni og um kvöldið fórum við Teitur Páll út að borða á Sumac. Meiriháttar dagur með fólkinu mínu!
Þakklæti er alltaf efst í huga á dögum sem þessum. Ég er þakklát fyrir að eldast, vera heilsuhraust, hamingjusöm, elska og vera elskuð. Þakklát fyrir allt dásamlega fólkið í kringum mig, þá allra helst minn mann og dásamlegu dóttur okkar. TAKK fyrir fallegar kveðjur á afmælisdaginn minn. Takk takk takk! Xxxx
xxx Fanney
Skrifa Innlegg