Mig langaði að segja ykkur í stuttu máli frá sögunni á bakvið MOSS X FANNEY INGVARS og hvaðan línan í raun og veru kemur. Í fatalínunni sæki ég í raun svolítið innblástur í minn eigin fatastíl. Þ.e. margar af þessum flíkum einkenna fatastíl minn mikið og eru allar flíkur sem ég myndi telja að væru “must have” í fataskápinn. Þær eru ótrúlega praktískar og búa allar yfir miklu notagildi sem mér þykir ótrúlega mikilvægt. Blanda af “basic” flíkum sem og aðeins óhefðbundnari flíkum sem skemmtilegt er að tvinna saman. Í línunni eru til að mynda flíkur sem að mig hefur lengi vantað í minn fataskáp en rétta sniðið aldrei almennilega fundið, gott dæmi um það eru uppháu leðurbuxurnar. Þetta ákveðna, svokallaða “mom jeans” lúkk, nema í leðurbuxum var því fyrsta hugmynd sem ég skissaði niður á blað í upphafi og er ég ólýsanlega ánægð með þær. Línan er að mínu mati skemmtileg blanda af hversdags flíkum sem og flíkum fyrir fínni tilefni en þó er hægt að dressa þær allar upp og niður eftir því sem við á hverju sinni. Það sem að mér þykir sérstaklega skemmtilegt er hvað flíkurnar í línunni ganga allar upp saman og í sitthvoru lagi en þeim er hægt að púsla saman á alls konar vegu, sem ég er mjög stolt af! Sem dæmi þá er að finna dásamlega dragt í línunni minni sem gengur jafn vel saman og í sundur. Dragtar jakkinn gengur við nánast hvaða flík sem er og eins væru dragtar buxurnar jafn flottar við stuttermabolinn/skyrtuna og svo leðurjakkann yfir, sem dæmi.
Ef ég ætti að lýsa línunni minni langar mig að segja að hún sé bæði töff og elegant í bland, já og bara svolítið Fanneyjar-leg haha. Þegar ég tilkynnti línuna mína var ein kunningja vinkona sem skildi fallegar hamingjuóskir eftir í athugasemdum hjá mér á Instagram – en þar skrifaði hún meðal annars eftirfarandi: “Þessi lína er sturluð, töff og elegant í bland, eins og þinn persónulegi stíll hefur alltaf verið.” Besta vinkona mín endurtók svo þessi orð og vitnaði einmitt í um rædda athugasemd og ég áttaði mig pínu á því þá að þessi orð væru eflaust þau réttu til að lýsa mínum stíl og fatalínunni minni í heild. Flíkurnar eru stílhreinar og tímalausar og eru allar hugsaðar til að hafa notagildi til lengri tíma. Ég lagði upp með að gæðin yrðu sem best sem mér finnst að hafi tekist vel upp hjá okkur. Ég er því ánægðust með hvað flíkurnar eru vandaðar en munu þó koma til með að vera á sanngjörnu verði. Það setur punktinn yfir i-ið!
Línan er að sjálfu sér ekki bundin neinni sérstakri árstíð enda höfum við Íslendingar alls ekki alltaf getað klætt okkur eftir árstíðum. Ef ég ætti að velja eina árstíð sem væri hvað mest í takt við línuna væri það sennilega vorið. Því finnst mér einstaklega skemmtilegt og viðeigandi að hún sé að koma út núna, þó að flíkurnar gangi allt árið um kring.
Ég er ótrúlega stolt af línunni þó ég segi sjálf frá en samstarfið gekk vonum framar og útkoman betri en ég þorði að vona. Ég vil þakka NTC og Galleri Sautján hjartanlega fyrir tækifærið, trúna og traustið. Elsku Maya og Helena, takk fyrir samstarfið og trúna á mér og mínum hugmyndum, hjálpa mér við að fæða þær allar, leyfa mér að spila þetta svo mikið eftir mínu höfði og treysta mér fyrir því. Þetta verkefni kenndi mér ótrúlega margt og undirstrikaði enn frekar minn brennandi áhuga á tísku og hönnun. NTC hefur alltaf verið góður skóli fyrir mig en þar starfaði ég um margra ára skeið, fyrst í Galleri Sautján og svo í GS Skóm þar sem ég endaði svo sem verslunarstjóri. Nú fékk ég tækifæri til að vinna að heillri fatalínu með þeim undir mínu nafni. Ég er ótrúlega þakklát, vægt til orðanna tekið!
Íris Dögg Einarsdóttir myndaði og Sara Dögg Johansen farðaði. Dream-team!
Ég vona innilega að ykkur líki línan mín og hlakka til að sjá ykkur sem flest þann 11. apríl kl. 18 í verslun Galleri 17. <3
Endalaust þakklæti til ykkar allra!
Xxx Fanney
Instagram:
@fanneyingvars
@mossxfanneyingvars
Skrifa Innlegg