fbpx

IT’S MY BIRTHDAY

AFMÆLILÍFIÐOUTFITPERSÓNULEGTSAMSTARF

… eða í gær réttara sagt. Ég varð semsagt 28 ára gömul í gær, 24. september. Ég er alltaf eins og barn á jólunum þegar kemur að því að eiga afmæli. Mér finnst alltaf einstaklega skemmtilegt að gera mikið úr þessum dögum hvort sem það er minn eigin eða fólksins í kringum mig. Það er alltaf smá sérstök tilfinning að vera afmælisbarn, þessi tilfinning sem við munum flest eftir þegar við vorum yngri – nema svo eru það ákveðnir aðilar (ég), sem eldast ekki upp úr henni, haha. Ég ákvað með mjög litlum fyrirvara að hafa smá hádegishitting fyrir mínar nánustu vinkonur í gær. Þrátt fyrir lítinn fyrirvara var boðið nákvæmlega eins og ég vildi hafa það og dásamlegt hvað það komust margar. Ég veit ekkert betra en að geta fagnað afmælisdeginum mínum með fólkinu mínu og þetta var fullkomin leið til þess! Takk elsku vinkonur mínar fyrir mig og fyrir komuna. Meiriháttar boð í alla staði og ég er ein þakklát kona! <3

Mér finnst einstaklega skemmtilegt að undirbúa boð, líkt og ég hef áður komið inn á þegar ég hef deilt með ykkur myndum úr barnaafmælum dóttur minnar. Það þarf alls ekki að vera mikið að mínu mati, blöðrur og fallegt borðskraut setur strax fallegan og hátíðlegan svip á veisluborðið og oft þarf alls ekki meira. Dásamlegu mæðgurnar í Partývörum voru svo yndislegar að gefa mér falleg “props” fyrir veisluna mína þar sem fyrirvarinn var nánast enginn. Útkoman var einstaklega falleg að mínu mati og ég var ótrúlega anægð! Ég hef oft verslað við Partývörur áður og ég gæti ekki mælt meira með þeim. Þar er ALLT til sem maður þarfnast fyrir veisluna – ein heimsókn þangað og kviss bamm búmm, allt klárt!  

Ég gekk svo á lagið við hana elsku Unu vinkonu mína sem er algjör bakarameistari og bað hana um að baka afmæliskökuna fyrir mig. Hún kom færandi hendi fyrir afmælisbarnið með fallegustu og ljúffengustu köku í heimi. Takk aftur elskan mín. Fyrir áhugasama þá finnið þið hana á instagram undir una_bakstur <3 
Það má með sanni segja að þetta hafi verið sannkallað “stelpu” hádegisboð eins og maður ímyndar sér það. Freyðivín, freyðivínsblöðrur, jarðaber og kökur. Ég bauð vinkonum mínum upp á mitt allra uppáhalds freyðivín frá Allegrini. Ég má til með að mæla með því við ykkur hér. 
Vinsælasta fyrirspurnin á Instagraminu mínu í gær var hinsvegar ÁN EFA út í kjólinn minn. Ég fékk ótrúlega margar spurningar um það hvaðan hann væri en ég keypti hann í ZARA fyrr í sumar í Seattle í Bandaríkjunum. Ég vissi ekki hvort hann hafi verið til hér heima en svo fékk ég þær fregnir frá einni að hún hafi séð hann í Zöru í ágúst hér á Íslandi. Ég er ofboðslega ánægð með hann og gaman að geta nýtt hann á afmælisdaginn minn. <3

Afmælisdagurinn endaði svo þannig ég fékk fjölskyldu og tengdafjölskyldu í kökur og kaffi. Við litla fjölskyldan enduðum svo daginn á ljúffengum kvöldverði á Mathúsi Garðabæjar. <3 Á svona dögum er þakklæti alltaf mér efst í huga en fyrst og fremst er ég þakklát fyrir góða heilsu, fjölskylduna mína og þá sem standa mér næst. Þegar öllu er á botninn hvolft er það það eina sem að skiptir máli í þessu lífi. <3

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

POP UP STORE MY LETRA

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Elísabet Gunnars

  25. September 2019

  Aftur, innilega til hamingju með afmælið elsku hjartans Fanney <3

  • Fanney Ingvarsdóttir

   25. September 2019

   Takk gullmoli ❤️