Góða kvöldið! Ég setti inn nýlega færslu á Instagram þar sem ég deildi með ykkur fyrir og eftir myndum af eldhúsi dóttur okkar. Flestir kannast við barnaeldhúsið klassíska úr IKEA – það er semsagt það sem um ræðir en við gáfum dóttur okkar það fyrir tæpum tveimur árum. Við keyptum eldhúsið með það í huga að mála það og gera það meira að “okkar”. Við hinsvegar gerðum þau grundvallar mistök að setja það strax saman sem varð til þess að verkið frestaðist í aaansi langan tíma – og nú eru liðin næstum tvö ár haha. Eldhúsið er klassískt og fallegt en mjög auðvelt að gera það að sínu á hina ýmsu vegu. Það má segja að okkur leiðist það ekki að breyta húsgögnum heimilisins með málningarpenslinum – en ég er alltaf mjög stolt af því hversu miklu við höfum breytt hér heima með því að mála/lakka. Nú höfum við því gefið tveimur eldhúsum heimilisins nýtt útlit og ég er ekki síður stolt af því seinna. ;) Við fengum vörur frá Slippfélaginu í verkið (samstarf) og eins og ég segi, er ég ótrúlega ánægð með útkomuna.
Eldhúsið fyrir –
Efnið sem við notuðum. Liturinn ‘glæsilegur‘, grunnur og hvítt lakk. Málningin sem fór á eldhúsið sjálft.
Búið að grunna eldhúsið.
Hér er ég nýbúin að spreyja öll áhöld og blöndunartæki með gylltu, möttu spreyi. Kolbrún Anna dóttir mín að eignast gylltu blöndunartækin sem móður hennar dreymir um að eignast. ;)
Hér er spreyið sem ég notaði – einnig úr Slippfélaginu.
Svona lítur svo eldhúsið út eftir! Við erum ótrúlega ánægð með útkomuna og finnst mér þetta lita-kombó ganga virkilega vel saman. Þessi fallegi græni litur, hvítur og gyllt á móti öllu ljósbleika og hvíta í herberginu hennar. Mubblan er eins og ný og Kolbrún Anna dóttir mín er meira að segja afar montin með “nýja” eldhúsið sitt. Við erum ótrúlega glöð með þetta verkefni.
Þangað til næst,
Xxx Fanney
Instagram: fanneyingvars
Skrifa Innlegg