fbpx

HELGIN

HELGINKOLBRÚN ANNALÍFIÐOUTFITPERSÓNULEGT

Ég átti dásamlega helgi! Það var einhvern veginn nóg um að vera hjá okkur að þessu sinni og má eiginlega segja að við höfum framlengt helginni í þokkabót. Á föstudaginn tókum við mikla skyndiákvörðun og skelltum okkur á Þorrablót Stjörnunnar í fyrsta skipti með vinafólki okkar. Það var ólýsanlega mikið fjör og ég verð að gefa Garðbæingum og Sjörnunni gott hrós fyrir meiriháttar viðburð. Umgjörð, dagskrá, matur (já ég segi matur þó að ég hafi ekki snert þorramatinn heldur hélt mig algjörlega á “aumingja”borðinu – en góður var hann), og allt þar á milli!


Ég klæddist kjól sem ég keypti í Zöru fyrir eflaust ca 3-4 árum síðan.  

Á sunnudaginn fórum við svo í langþráða heimsókn á Listasafn Reykjavíkur til þess að sjá verk Hrafnhildar Árnadóttur eða Shoplifter. Í verkum hennar fjallar hún um þráhyggju okkar um hár og hvernig hár kemur sífellt við sögu sem birtingarmynd sköpunar í samtímamenningu, en skúlptúrar hennar eru ýmist úr gervihári og/eða ekta hári og hefur hún vakið mikla athygli um allan heim. Þegar við Teitur vorum staðsett í Feneyjum á Ítalíu síðasta sumar var hún einmitt með listasýningu þar sem okkur dauðlangaði að heimsækja, en tókst ekki þar sem tíminn var naumur. Við vorum því mjög spennt að geta sótt þessa mögnuðu sýningu hér heima í Reykjavík og urðum sannarlega ekki fyrir vonbrigðum.

Sannkallaður drauma dagur og það var svo gaman að hafa tekið dóttur okkar með. Henni fannst þetta ekki síður magnað líkt og foreldrunum.

Við “framlengdum” svo helginni en í gærkvöldi fórum við út að borða á Fjallkonuna með góðum vinum. Kl. 21 byrjaði svo stuðið en þá mætti Go Go Star á sviðið með alls konar stórskemmtileg atriði! Þetta kvöld kom stórkostlega á óvart og ég man ekki eftir að hafa skemmt mér jafn vel á þriðjudegi lengi haha. Stórkostlegur matur og drykkir, félagsskapur og skemmtunin upp á 10! Í fullri hreinskilni gæti ég ekki mælt meira með – tilvalið fyrir þá sem vilja krydda upp á annars frekar basic þriðjudag. 

Það var svo aldeilis ljúft að vakna við jafn fallegan dag og hann var í dag, þrátt fyrir smá ryðg haha. Ég fór á smá stúss um miðborgina –

 

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Fylgstu með á Instagram: fanneyingvars

SÍÐUSTU DAGAR

Skrifa Innlegg