fbpx

GJAFALEIKUR MEÐ TE OG KAFFI

GJAFALEIKURSAMSTARF

Jæja kæru vinir! Í samstarfi við mitt uppáhalds kaffihús, Te og Kaffi, er ég með afar veglegan og skemmtilegan gjafaleik á Instagram síðunni minni. Fyrir ykkur sem ekki vitið finnið þið mig þar undir @fanneyingvars – eða getið smellt HÉR. Leikurinn fer sumsé fram á Instagram en mig langaði þó að benda ykkur á hann hér fyrir ykkur kaffiáhugafólk sem ekki viljið missa af en það er til mikils að vinna! Vinningurinn er glæsilegur og að andvirði um 30.000 krónur. Það er mynd af pakkanum hér fyrir neðan en hann inniheldur eftirfarandi:

  • 20 fríbollakort á kaffihúsum Te og Kaffi
  • Karamellusýróp
  • Keep Cup ferðamál
  • 3 kaffitegundir úr Micro Roast línu Te og Kaffi
  • Hario Kvörn
  • French Roast kaffipoki
  • Espresso Roma kaffipoki (vinsælasta kaffi Te og Kaffi)

Til þess að þátttaka teljist fullnægjandi þarf að fylgja Te og Kaffi á Instagram, fylgja mér á Instagram og svo merkja eins marga vini og vandamenn og þið kjósið í skilaboðum undir myndinni. (Því fleiri, því meiri eru vinningslíkur).

Annars vil ég segja góða helgi og gleðilegan MARS! Guð hvað tíminn líður hratt! Njótum augnabliksins og verum góð hvert við annað!

Þangað til næst,
xxx Fanney

OUTFIT

Skrifa Innlegg