fbpx

FÖRÐUNARFRÆÐINGUR

LÍFIÐMAKE-UP STUDIOOUTFITPERSÓNULEGT

Í gærkvöldi útskrifaðist ég sem förðunarfræðingur frá Make-Up Studio Hörpu Kára. Ég má til með að segja ykkur í stuttu máli frá minni upplifun enda hefur námið einkennt alla mína daga það sem af er ári en í byrjun janúar mætti ég á minn fyrsta skóladag í þessum gullfallega skóla. Það kannast eflaust margir við Mood Make-Up School sem þá var og hét en Harpa Kára, skólastjóri Make-Up Studio Hörpu Kára var þar sem kennari. Harpa Kára, keypti Mood þegar hann lokaði, umturnaði húsnæðinu, fór í bilaðar framkvæmdir og breytti conceptinu algjörlega eftir sínu höfði. Það er varla að maður trúi því að þetta sé sama húsnæðið, svo miklar og FALLEGAR eru breytingarnar en þetta er ein allra fallegasta kennslustofa landsins, leyfi ég mér að segja! Þetta vita ekki margir en margir halda að Mood Make-Up School sé ennþá starfandi, sem er ekki. Það er magnað að sjá drifkraftinn í Hörpu, ó guð hvað henni hefur tekist vel til með þetta verkefni sitt og gott betur. Mig langaði einfaldlega að koma þessu á framfæri því sjálfri finnst mér þetta aðdáunarvert. Í gær útskrifaði hún 31 nemanda ásamt sínu fríða föruneyti sem hún hefur fengið í lið með sér, allar snillingar með tölu.

Eins og ég nefndi í fyrri færslu um námið mitt var þessi ákvörðun að skrá mig í skólann tekin í nokkuð mikilli hvatvísi. Förðunarnám var eitthvað sem ég hafði oft hugsað um að væri gaman að læra og gott að búa yfir. Nám sem nýtist á miklu fleiri stöðum en fólki nokkurn tímann grunar. Ég hef aldrei talið mig vera flinka að farða, hvorki sjálfa mig né aðra. Ég trúi einfaldlega ekki hversu mikið ég lærði á þessu 8 vikna námi en líkt og ég hef sagt áður þá kom ég sjálfri mér á óvart með hverri vikunni sem leið. Ég sá framfarir hjá sjálfri mér á hverjum degi sem var ofboðslega mikil hvatning og jók áhuga á faginu umtalsvert! Diplóman mín sem ég vann mér inn í gærkvöldi og ég er sannarlega stolt og montin með mun geta nýst mér á svo marga vegu, hvernig sem ég kýs að nýta hana. Ég er ofboðslega þakklát, meyr og stolt yfir þessum áfanga! Mig langar að deila með ykkur lokaverkefnunum mínum sem ég er sannarlega montin með!

 Lokaverkefnið mitt í ‘No make up, make up’. Förðun, hár og stílisering eftir mig. Módel: Kristín Svabo. Ljósmyndari: Anna Kristín Óskars.
 Lokaverkefnið mitt í ‘Beauty’. Förðun, hár og stílisering eftir mig. Módel: Svava Guðrún. Ljósmyndari: Saga Sig.
 Lokaverkefnið mitt í ‘Fashion’. Förðun, hár og stílisering eftir mig. Módel: Ellen Helena. Ljósmyndari: Anna Kristín Óskars.

Ég er óendanlega ánægð með lokaverkefnin mín enda fékk ég gullfallegar stelpur til liðs við mig sem gerðu þetta töluvert auðveldara fyrir mig. Ég er ótrúlega þakklát með Hörpu mína og alla hina kennarana, samnemendur mína, módelin mín að sjálfsögðu, já og síðast en ekki síst þessa flottu diplómu sem ég nældi mér í í gærkvöldi! <3

Ég gæti ekki mælt meira með Make-Up Studio Hörpu Kára!

Góða helgi kæru vinir!
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars 

 

LJÓSIN Í ELDHÚSINU

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Svart á Hvítu

    19. March 2019

    Til hamingju – ekkert smá flott lokaverkefnin! Getur sko verið stolt af þessu <3