Ég skellti mér fyrir rúmri viku í verslunina Yeoman á Skólavörðustíg í þeim tilgangi að skoða nýju línuna úr smiðju Hildar Yeoman en Hildur Yeoman er eitt af mínum uppáhalds íslensku fatamerkjum. Heimsóknin var í samstarfi við verslunina en eins og margir vita fer ég þangað reglulega enda þykir mér afar skemmtilegt að gera mér þangað ferð og skoða þær gersemar sem í boði eru hverju sinni. Ég er aldrei svikin og það sem að mér finnst alltaf einkenna flíkurnar frá Yeoman er hversu glæsilegur maður upplifir sig þegar maður mátar þær. Flíkurnar eru allar svo fallegar á!
Nýja línan frá Hildi Yeoman í þetta skiptið fékk nafnið Cheer Up og þykir mér allt conceptið í kringum hana hitta beint í mark. Nafnið á línunni finnst mér segja allt sem segja þarf – framundan eru loksins bjartari tímar, bæði veðurfarslega og í lífinu almennt og því um að gera að hressa sig við og njóta þess. Línan er ótrúlega falleg, sumarleg og printin & sniðin fegurri en nokkru sinni fyrr. Tilvalin fyrir sumarið. Sniðin eru jafn misjöfn og þau eru mörg og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, sem ég elska!
Þegar ég fór í heimsóknina var ég gengin rúmar 17 vikur og fannst mér flíkurnar gera svo mikið fyrir litlu bumbuna sem er að gægjast út. Þegar ég gekk með dóttur mína á síðustu meðgöngu notaði ég kjólana mína frá Yeoman nánast fram á síðustu metra – þeir eru svo þægilegir og henta svo vel, ólétt eða ekki! Ég ætla að leyfa myndum af flíkunum sem ég mátaði að fylgja en ég komst ekki yfir að máta allt. Bæði eru fleiri týpur í línunni og eins eru sömu snið til í fleiri printum. ♡ Ég gæti ekki mælt meira með ferð í miðborgina okkar fallegu og kíkja á Skólavörðustíginn í verslunina Yeoman sem þar stendur á besta stað – sjón er sögu ríkari, eins og ég segi alltaf! ♡
The pink snake dress.
The Cher Dress.
The Party Top in Purple Flower. Klædd í undirkjól frá Hildi Yeoman og með sólgleraugu frá versluninni.
The Neon Flower Dress.
The Neon Sparkle Dress.
The Party Dress in Lilac.
Fyrir ykkur sem viljið skoða línuna betur og sjá úrvalið í heild sinni þá getið þið smellt HÉR ♡ Þó ég mæli alltaf með því að gera sér ferð og máta.
Njótið sumarsins í gleðilegum og sumarlegum klæðnaði – það gerir mann glaðari. ♡
Þangað til næst,
Xxx Fanney
Fylgstu með á Instagram: fanneyingvars
Skrifa Innlegg