fbpx

ÁRAMÓTADRESS FRÁ HILDI YEOMAN

ÁRAMÓTHILDUR YEOMANJÓLINOUTFITSAMSTARF

Þessi færsla er unnin í samstarfi við verslunina Yeoman á Skólavörðustíg.

Gleðilega hátíð kæru lesendur! Ég hef aðeins leyft blogginu að sitja á hakanum yfir hátíðarnar en hlakka til að koma tvíefld til baka og segja ykkur betur frá hvað daga mína hefur drifið undanfarið! Ég hef frá nægu að segja svo ég borga þetta upp strax á nýju ári. ;) Nú er ég hinsvegar komin til að tala um áramótadress en íslenska fatamerkið Hildur Yeoman hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér! Ég hef nokkrum sinnum áður farið í “samstarfs-heimsókn” í verslunina Yeoman á Skólavörðustíg þar sem merkið er fáanlegt, og birt myndir hér á blogginu. Núna strax eftir jólin kíkti ég þangað í þeim tilgangi að skoða áramótadress. Ég var sem fyrr alls ekki svikin af úrvalinu og satt best að segja hefur að mínu mati úrvalið sjaldan verið jafn fallegt og nú! Kjólarnir frá Hildi eru jafn misjafnir og þeir eru margir og þar er eitthvað fyrir alla! Printin á kjólunum eru líka svo sérlega falleg þetta season og nóg af glimmeri og glamúr fyrir áramótin sem að framundan eru. Sem fyrr þá komst ég auðvitað alls ekki yfir að máta allt sem mig langaði til að máta og hvet ég ykkur því að gera ykkur ferð á Skólavörðustíginn því sjón er sögu ríkari. Öll fallegu sniðin og öll fallegu printin!

 “The Glamour dress” – kjóll sem ég féll strax fyrir um leið og í hann var komið. Það er að vísu alltaf mín upplifun með kjólana frá Hildi Yeoman – þeir eru fallegir á slánni, en þeir verða allir svo miklu flottari þegar þeir eru komnir á. Ég átti ansi erfitt með að velja minn uppáhalds og hefði auðveldlega geta stolið þeim öllum!    “The Divine dress“. Þessi kjóll átti eiginlega vinninginn að mínu mati. Kannski ekki sá áramótalegasti af þeim en hann er hægt að leika sér með á marga vegu og auðveldlega hægt að klæða upp og niður. Mikið notagildi í mínum augum sem að heillar mig auðvitað sérstaklega.  Kjólnum fylgir band sem hægt er að binda á marga vegu svo að kjóllinn fái að njóta sín eins vel og hentar hverjum og einum. Ég mæli með að biðja skvísurnar í versluninni um að sýna ykkur möguleikana en þeir eru fleiri en mann grunar. Æðislegur kjóll sem er að sjálfsögðu til í fleiri fallegum printum.   Glænýtt snið úr smiðju Hildar Yeoman sem hitti beint í mark hjá undirritaðri. Mér finnst detailin stórkostleg og ermarnar meiriháttar! Þessi er fullkominn áramótakjóll ef þú spyrð mig!   “The Royal dress“. Nýtt og einstaklega fallegt snið, algjör skvísukjóll með fallegum púff-erma detail.   “The Party dress“. Nafnið á þessum kjól finnst mér afar viðeigandi en ó hvað ég kolféll fyrir þessum! Sannkölluð áramótaveisla. Hann er ótrúlega þægilegur í þokkabót – eins og þeir allir reyndar! Fullkominn!   Taaalandi um new years eve!! Hversu tryllt sett! Buxur + bolur sem hægt er að nota saman og í sitthvoru lagi. Elska þetta lúkk. Þetta dress er einnig til í “White Raven” prenti sem er eitt af ólýsanlega mörgum fallegum nýjum prentum þetta season! Jólakjóllinn minn í ár var t.d. hinn vinsæli rúllukragakjóll frá Hildi Yeoman í “White Raven” prentinu. Ótrúlega fallegur! 

Eins og ég segi alltaf að þá er eitthvað fyrir alla í Yeoman og úrvalið fyrir áramótin stórkostlegt! Núna eru tveir dagar til áramóta svo nægur tími til að gera sér ferð á Skólavörðustíginn og skoða úvalið. Á morgun er klassískur opnunartími, frá 11 – 18 og á gamlársdag er opið frá 11 – 14. Ég mæli með!

Fyrir áhugasama er hægt að skoða frekara úrval HÉR.

Þangað til næst!
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

KER RVK

Skrifa Innlegg