fbpx

3 ÁRA AFMÆLIÐ

AFMÆLIFRAMKVÆMDIRHÚSGÖGNINNBLÁSTURKOLBRÚN ANNAOUTFITPERSÓNULEGTSAMSTARFSMÁFÓLKIÐ

Í þessari færslu bregða fyrir vörur frá Partývörum, Sætum Syndum og Coca-Cola European Partners Íslandi sem fengnar voru að gjöf.

Dóttir mín hún Kolbrún Anna varð þriggja ára 21. maí síðastliðinn. Það má með sanni segja að við höfum tekið veisluhöldin alla leið en prinsessan var svo heppin að fá að halda tvö afmæli þetta árið. Afmælisdagurinn sjálfur var á uppstigningardaginn sem var frídagur en við sumsé ákváðum í þetta skiptið að bjóða fjölskyldunni okkar og vinum í sitthvoru lagi. Kolbrún Anna fékk ömmur sína og afa, frænkur, frændur og langömmu og langafa til sín á afmælisdaginn, við gerðum ljúffengar pizzur og svo fékk hún að sjálfsögðu afmælisköku. Afmælisdagurinn var dásamlegur með okkar fólki.

 Photobomb í boði afa haha.

Afmælisprinsessan var í sumargjöfinni frá ömmu og afa – dásamlegur kjóll keyptur í Petit.

Kjólinn minn keypti ég síðasta sumar í USA í Zöru.

Afmælisdagurinn var dásamlegur í faðmi okkar nánustu og litla dúllan alsæl með daginn, vægast sagt. Takk fyrir daginn elsku fjölskylda.

Húsmóðirin var svo búin að fylgjast grimmt með veðurspánni fyrir laugardaginn en við treystum á að veðurguðirnir yrðu með okkur í liði því draumurinn var að geta haldið afmæli með okkar frábæru vinum þar sem hægt væri að njóta úti á pallinum líka. Við höfum undanfarnar vikur tekið pallinn okkar alveg í gegn. Byggðum við hann á tveimur stöðum, olíubárum og keyptum okkur svo ný garðhúsgögn. Framkvæmd sem hefur mætt afgangi síðan við fluttum inn en loksins skelltum við okkur í hana. Pallurinn er því eins og nýr og ég mun segja ykkur betur frá þessari framkvæmd á næstu dögum. Okkur langaði að geta boðið vinum okkar á pallinn og geta notið í sólinni og viti menn, okkur varð að óskinni og rúmlega það. Síðasti laugardagur var by far allra besti dagur ársins hingað til og eflaust verður erfitt að toppa hann. Veðrið var dásamlegt og brugðum við okkur einu sinni inn fyrir, rétt í þeim tilgangi að leyfa afmælisbarninu að blása á kertin og syngja afmælissönginn. Annars fóru veisluhöld aðeins fram utandyra og það var dásamlegt. Dagurinn var fullkominn í alla staði og var þetta eiginlega blanda af þriggja ára afmæli og sumargleði með vinum.

 
Afmælistertan fór fram úr mínum björtustu vonum en fallegri köku hef ég varla séð! Ég átti ansi erfitt með að skera í kökuna og skemma þetta meistaraverk en kakan var jafn ljúffeng og hún var falleg! Sætar Syndir voru svo yndislegar að gefa okkur hana í afmælisgjöf – kakan var fullkomið “borðskraut” og vakti dásamlega lukku hjá bæði afmælisbarni og gestum. Takk fyrir okkur Sætar Syndir! <3 Við völdum kisu í þetta skiptið og kusum að hafa hana með hár haha – hárið var í uppáhalds litum Kolbrúnar Önnu, bláum og bleikum. Afmælisbarnið var himinlifandi, vægast sagt!


Þessi kökutoppur setti að mínu mati punktinn yfir i-ið á afmælisborðinu. Vá hvað ég var ánægð með hann! Yndislegu mæðgurnar hjá Partývörum gera persónulega kökutoppa eftir óskum hvers og eins og ég valdi skrift, lit og hvað ætti að standa og útkoman var hreint út sagt fullkomin að mínu mati. Ótrúlega skemmtileg leið til að persónugera kökur og setja punktinn yfir i-ið. Ég hef verið í samstarfi við Partývörur fyrir þessi tilefni áður og endurtókum við það aftur núna. Það þarf ekki mikið meira en fallegt borðskraut og blöðrur til að setja fallegan svip á afmælisveislu sem þessa að mínu mati en í Partývörum fékk ég allt “props” sem ég þurfti fyrir veisluna. Það er góð og gild ástæða fyrir því af hverju ég fer alltaf þangað aftur og aftur en úrvalið af blöðrum, borðbúnaði, borðskrauti og öllu tengt veislum er framúrskarandi að mínu mati og hvergi fallegra. Mér finnst svo gaman að dunda mér við að leggja á borð fyrir barnaafmæli og raða hinum og þessum vörum saman og skreyta. Kolbrúnu Önnu þykir það heldur ekki leiðinlegt þegar hún sér útkomuna. Ég gæti einfaldlega ekki mælt meira með Partývörum, mig langar bara að koma því á framfæri. Fullkomið fyrir allar heimsins veislur, sama af hvaða tagi.


Í þessari veislu höfðum við þetta örlítið einfaldara – við buðum upp á grillaðar pulsur, pastasalatið vinsæla sem að mamma gerir fyrir mig og slær alltaf í gegn, tvær týpur af kökum og nóg af drykkjum úti á palli fyrir þyrsta gesti. Þetta sló heldur betur í gegn og við gátum ekki verið ánægðari með þetta.


Við færðum tjaldið hennar Kolbrúnar Önnu út og klæddum það í smá partýbúning í boði Partývörur. Mjög skemmtilegt tvist!

0,0% bjór fyrir okkur óléttu konurnar og þá sem vildu bjór án áfengis. Ég hef aðeins verið að prófa mig áfram með óáfenga bjóra núna á meðgöngunni til að geta upplifað bjórstemninguna í sumar án áfengis auðvitað. Þessi er hands down sá besti sem ég hef smakkað so far. Minn uppáhalds hingað til var óáfengi frá Peroni en þessi slær honum við og rúmlega það, að mínu mati! Margir spurðu mig hvar hann fengist á Instagram og fæst hann í Krónunni og Hagkaup.


Við vorum nýbúin að kaupa okkur ný garðhúsgögn og komu þau, bókstaflega, rétt í tæka tíð fyrir þennan fullkomna dag. Við fórum í síðustu viku og keyptum okkur garðhúsgögn drauma minna í ILVU á Korputorgi. (samstarf í formi afsláttar) – þegar ég segi garðhúsgögn drauma minna er ég alls ekkert að ýkja. Mig dreymdi um að eignast svona falleg, jafnt hlýleg garðhúsgögn sem myndu setja pallinn okkar á hærra plan. Þessi gera það sannarlega. Langa borðið, stólarnir, sófinn, litla borðið með tveimur stólum, teppið á sófanum og síðast en ekki síst útimottan. Útimottan var eitt af því fyrsta sem við heilluðumst af þegar við gengum inn í ILVU í þessum leiðangri. Mér finnst hún bæði ramma sófarýmið örlítið inn auk þess sem hún gerir pallinn hlýlegri að öllu leiti. Margir spurðu mig hvort að mottan mætti standa úti í öllum veðrum, já – hvort hún má. Hún má blotna og mjög þægilegt að spúla hana t.d. þegar hún er orðin skítug. Ég mæli sannarlega með útimottum! Borðið okkar er einnig borð sem má standa úti allan ársins hring sem mér finnst nauðsynlegur bónus því við höfum ekki pláss til að geyma jafn stórt borð inni yfir vetrartímann! Eina sem okkur vantar er sófaborðið okkar sem ég hlakka til að sýna ykkur þegar það kemur. Það mun koma með “pallafærslunni” sem væntanleg er. Ég mæli með Ilvu fyrir þá sem eru í garðhúsgagnaleiðangri – svo sannarlega.

 
Litlu dásamlegu vinkonur.

Elsku bestu og dýrmætu vinkonur mínar.

Ég ætlaði að vera svo dugleg að mynda gesti, lengra náði ég ekki haha.

Ég var svo innilega ánægð með dressið hennar Kolbrúnar Önnu minnar þennan daginn – hversu fallegt. Allt saman úr Petit.

Mamman rétt tæplega hálfnuð með meðgönguna.

Margir spurðu mig hvaðan kjóllinn minn væri, ég keypti hann fyrir ca mánuði í Zöru.

Þvílíkur dagur, þvílíkt veður! Hjartans þakkir fyrir dásamlegan dag elsku frábæru vinir. Kolbrún Anna sem og foreldrarnir voru í skýjunum eftir daginn, enda ekki annað hægt. Ég vona að ég hafi líka náð að svara flestum spurningum ykkar en ég reyndi að svara þeim fyrirspurnum hér jafn óðum sem mér bárust á Instagram um helgina. Ef það er eitthvað – ekki hika við að skilja eftir athugasemd og ég reyni að svara fljótt.

Ef að þið hélduð að veisluhöldum hefði lokið á laugardaginn þá hélduð þið vitlaust haha. Daginn eftir hátíðarhöldin miklu, á sunnudeginum átti svo draumaprinsinn okkar Kolbrúnar Önnu afmæli og fórum við eftir notalegan morgun í brunch í Sjálandi. Til hamingju með afmælin ykkar elsku bestu gullin mín. Ég leyfi þessum dásamlegu myndum af þeim feðginum fylgja – orð fá því ekki lýst hvað ég er þakklát fyrir þau.

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Fylgstu með á Instagram: fanneyingvars

CHEER UP LÍNA HILDAR YEOMAN

Skrifa Innlegg