fbpx

2 ÁRA BARNAAFMÆLIÐ

AFMÆLIINNBLÁSTURKOLBRÚN ANNALÍFIÐMÖMMULÍFIÐPERSÓNULEGTSAMSTARFSMÁFÓLKIÐ

Elsku hjartans dóttir mín, Kolbrún Anna, varð 2 ára þann 21. maí síðastliðinn. Við héldum upp á það heima með okkar nánasta fólki. Dagurinn var dýrðlegur frá upphafi til enda og mikilvægast af öllu var að sjálfsögðu að Kolbrún Anna var í skýjunum allan daginn og naut hverrar mínútu. Mömmunni þykir sannarlega ekki leiðinlegt að undirbúa veislu sem slíka og nýt ég þess á meðan ég get, eða þar til að dóttir mín mun hafa ákveðnar óskir um afmælisveisluna sína. Mig langaði að sýna ykkur myndir af heimilinu og veisluborði rétt áður en allt fór á hvolf. Það þarf ekki mikið meira en fallegt borðskraut og blöðrur til að setja nægilega fallegan svip á afmælisveislu að mínu mati. Ég fór í Partývörur og nálgaðist allt þar sem ég þurfti fyrir veisluna. Við vorum svo heppnar að hafa fengið frábæran díl hjá þeim en úrvalið þar er ólýsanlega mikið. Ég gæti einfaldlega ekki mælt meira með Partývörum, mig langar bara að koma því á framfæri. Fullkomið fyrir allar heimsins veislur, sama af hvaða tagi.

 Afmælistertan fór fram úr mínum björtustu vonum en fallegri köku hef ég hvergi séð! Ég átti ansi erfitt með að skera í kökuna og skemma þetta meistaraverk en kakan var jafn ljúffeng og hún var falleg! Sætar Syndir voru svo yndislegar að gefa okkur hana í afmælisgjöf – kakan var fullkomið “borðskraut” og vakti dásamlega lukku hjá bæði afmælisbarni og gestum. Takk fyrir okkur Sætar Syndir! <3    Elsku Una mín mætti færandi hendi með guðdómlegar mini cupcakes sem voru svo bragðgóðar! Una er meiriháttar bakari en þið getið fundið öll hennar meistaraverk HÉR.  Afmælisveislan var haldin sama dag og Eurovison – það þurfti því að hafa góða hressingu fyrir þyrsta foreldra úti á palli. ;)    Dásamlega dressið hennar fengum við í afmælisgjöf frá Petit. Frá toppi til táar úr Petit, okkar uppáhalds verslun. <3 HÉR.   Fólkið mitt. <3   Dásamlega afmælisdísin mín orðin tveggja ára, ég sem fæddi hana í gær. <3    Með ömmu og afa <3   Mamma og Kolbrún Anna. Ólýsanlega þakklát fyrir þessa litlu draumadís sem er svo stór og skemmtilegur karakter.

Vonandi gaf þetta ykkur einhverjar hugmyndir ef að barnaafmæli er í vændum. Kolbrúnu Önnu mun þykja vænt um að skoða þessar myndir þegar framlíða stundir, vona ég amk haha. Takk elsku vinir og fjölskylda sem fögnuðu með okkur. Tvö ár sem mamma er ansi merkilegur áfangi með þessum gullmola.

Eigið dásamlega helgi, sólin virðist eitthvað ætla að gleðja okkur með nærveru sinni sem er alltaf ánægjulegt. Við erum á leið í sumarbústað með vinafólki og hlökkum mikið til.

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

NEW HAIR

Skrifa Innlegg