fbpx

STJÖRNURNAR KLÆÐAST BIRKENSTOCK

Föt

Fyrst að Leonardo DiCaprio, Heidi Klum, Olsen systur, Gisele Bundchen, Amanda Seyfried, Leandra Medine og Alexa Chung eiga öll Birkenstock, þurfuð við þá ekki að eiga líka ?

Ég veit ekki hversu margar Birkenstock samræður við mamma áttum þegar ég var lítil, guð hjálpi mér hvað hún reyndi að troða mér í þá. Ég henti þeim út um bílrúðuna á ferð og gaf sígaununum á götum Vilamoura í Portúgal hitt parið, enda fór þetta þeim betur en mér.

Ég hefði betur hlustað á hana ( eins og alltaf ) því þá hefði ég væntanlega verið jafn kúl og áður nefnt þotulið, eða hvað ? Mamma veit hvað hún syngur, enda er hún sú flottasta í bransanum.

Nú tuttugu árum seinna er ég búin að kaupa mér þessa sömu skó, bara í öðrum lit, ótilneydd og langar í annað par.. hehe.

Mömmur vita alltaf allt best ;-)

Birkenstock rocks !

DANIEL WELLINGTON ÚR

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

 1. Ég keypti mér einmitt svona fyrr í vor og ég ELSKA þá! Yndislegt þegar eitthvað svona þægilegt OG praktískt kemst í tísku. :)

 2. Karen Lind

  26. May 2014

  Var einmitt að skoða svona í NYC um daginn – langaði svo í þá… en gleymdi að kaupa þá vegna þreytu. Haha!

 3. Heiða

  26. May 2014

  Já…mig er búið að langa í svona lengi. Skildi maður geta keypt svona skó á íslandi eða pantað þá online?

 4. Sonja Marsibil Þorvaldsdóttir

  26. May 2014

  HAhahahhaha – mamma þín er svo miiiikið með’idda! <3

 5. Tinna Rún

  26. May 2014

  Misty (Laugavegi) er með flott úrval af Birkenstock :)

 6. Gígja

  27. May 2014

  Var einmitt að kaupa mitt fyrsta par um helgina og endaði í 3 búðum til að næla mér í þá á sjóðheitu tilboði í Köben :D

 7. Tinna ósk

  27. May 2014

  Misty

  Keypti mér par áðan og fékk frábæra þjónustu :)

  • Magga

   27. May 2014

   Mannstu hvað þeir kosta í Misty?

 8. Tinna Ósk

  28. May 2014

  Það er mismunandi eftir týpu en ég fékk mína á c.a. 12þús.

 9. Lilja

  28. May 2014

  Vá þeir kosta meira en helmingi minna hérna í Austurríki…