Við mamma fórum í langa göngu í dag í dásamlegu fjalllendi, Parco delle Cascate di Molina, sem er æðisleg gönguleið/útivistarsvæði fyrir alla fjölskylduna í um 30 km fjarlægð frá Verona.
Sólin skein og Ítalía sýndi allar sínar bestu hliðar fyrir mömmu sem er nýkomin til okkar til Verona. Ég ætlaði ekki að setja þessar myndir hingað inn, þær voru frekar ætlaðar í fjölskyldualbúmið, en mig langar bara rétt að benda þeim ferðalöngum sem hafa haft samband við mig á þetta “activity”. Fossar og ár, kyrrðin, gróðursældin, útsýnið og fuglasöngurinn gerir svæðið einstaklega skemmtilegt og á góðum sumardegi er þetta algjör paradís. Að taka með nesti og fara í picnic, leyfa krökkunum að spreyta sig hinum ýmsu leikjum, vaða í lignum ánum, róla sér í fossum og klifra í klettunum finnst öllum skemmtilegt og skapar svo sannarlega ljúfar og góðar minningar.
Ég kíkti á hvað TripAdvisor hafði um málið að segja og mér sýnist þeir vera jafn ánægðir með þetta og ég. Fyrir áhugasama er hægt að lesa meira HÉR. :-)
Skrifa Innlegg